Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 67
norðurljósið
67
víslega galt hann Rómverjum það, sem honum bar að greiða þeim
af tollum. Þeir treystu honum og gerðu ihann að yfirtollheimtumanni.
Þetta var að bæta gráu ofan á svart, í augum landa hans. Þeir köll-
uðu hann bersyndugan. í augum þeirra var hann allt annað en
hreinn. Reyndar skiptir ekki öllu máli, hvað við erum í augum
manna. Kjarni málsins er, hvað við erum í augum Guðs. Hann er
æðri öllum jarðneskum dæmendum.
Arin liðu. Zakkeus safnaði auði. Það 'hafa margir fleiri gert. Fá-
tækir hafa þeir hyrjað, fullvissir um, að ánægðir yrðu þeir, þegar
þeir væru orðnir ríkir. Auðurinn óx. Hann veitti þeim allt, sem
keypt varð fyrir peninga. Alltaf skorti þó eitt: Lífsánægjuna eftir-
þráðu. Vera má, að Ihið sama ihafi Zakkeus reynt.
Hátíðir Gyðinga héldu sinn árlega hring, og nú voru páskar í nánd.
Lögmálið 'bauð, að allir fullorðnir karlmenn skyldu fara til Jerú-
salem. Gegnum Jeríkó, þar sem Zakkeus átti heima, streymdu hópar
fólks. Hann veitti því athygli, að nú var óvenjumikill fjöldi fólks á
ferð. Ef til vill spurði hann, hverju þetta sætti. Ef til vill var honum
sagt í óspurðum fréttum: Jesús frá Nazaret er á ferðinni.
Jesú's frá Nazaret? Zakkeus hafði heyrt um hann. Gaman væri að
sjá hann, fyrst hann fór þar um. Aldrei hafði atvinna og annríki
^akkeusar leyft, að hann tæki sér ferð á hendur til að sjá hann. Það
er svo mikill fjöldi manna, sem aldrei má vera að því, að fara og
finna Jesúm frá Nazaret. Zakkeus vissi, að ekki var auðgert að sjá
Jesúm. Mannfjöldinn var mikill, en sjálfur var ihann lágur vexti. Því
miður kemur það oft fyrir enn, að mennirnir umhverfis Jesúm
skyggja á hann fyrir þeim, sem álengdar standa og vilja þó sjá hann.
Hvað gat hann Zakkeus tekið til ibragðs? Hvað geta þeir gert, sem
ekki sjá hann fyrir fólkinu, sem er umhverfis hann?
Zakkeus hrá á gamalt ráð, ráð, sem margir drengir nota enn á
þessum dögum, þegar forvitnin knýr þá til að sjá eitthvað eða ein-
Lvern. Hann klifraði upp í tré. Það stóð við veginn, sem Jesús gekk.
Þarna kom 'hann, færðist nær og nær. Hann kom fast að trénu. Nú
Var uppfyllt óskin, er Zakkeus ibar í brjósti. Hann hafði séð þann,
Sem spámenn margir og konungar höfðu á liðnum öldum þráð að
sjá, en sáu ökki þó.
Hér hefði sagan getað endað. En óvæntur atburður gerðist.
Jesús, spámaðurinn mikli frá Nazaret, leit upp, horfði á Zakkeus
°g ávarpaði hann með nafni, þótt Zakkeus ihefði aidrei séð hann áð-