Norðurljósið - 01.01.1970, Side 67

Norðurljósið - 01.01.1970, Side 67
norðurljósið 67 víslega galt hann Rómverjum það, sem honum bar að greiða þeim af tollum. Þeir treystu honum og gerðu ihann að yfirtollheimtumanni. Þetta var að bæta gráu ofan á svart, í augum landa hans. Þeir köll- uðu hann bersyndugan. í augum þeirra var hann allt annað en hreinn. Reyndar skiptir ekki öllu máli, hvað við erum í augum manna. Kjarni málsins er, hvað við erum í augum Guðs. Hann er æðri öllum jarðneskum dæmendum. Arin liðu. Zakkeus safnaði auði. Það 'hafa margir fleiri gert. Fá- tækir hafa þeir hyrjað, fullvissir um, að ánægðir yrðu þeir, þegar þeir væru orðnir ríkir. Auðurinn óx. Hann veitti þeim allt, sem keypt varð fyrir peninga. Alltaf skorti þó eitt: Lífsánægjuna eftir- þráðu. Vera má, að Ihið sama ihafi Zakkeus reynt. Hátíðir Gyðinga héldu sinn árlega hring, og nú voru páskar í nánd. Lögmálið 'bauð, að allir fullorðnir karlmenn skyldu fara til Jerú- salem. Gegnum Jeríkó, þar sem Zakkeus átti heima, streymdu hópar fólks. Hann veitti því athygli, að nú var óvenjumikill fjöldi fólks á ferð. Ef til vill spurði hann, hverju þetta sætti. Ef til vill var honum sagt í óspurðum fréttum: Jesús frá Nazaret er á ferðinni. Jesú's frá Nazaret? Zakkeus hafði heyrt um hann. Gaman væri að sjá hann, fyrst hann fór þar um. Aldrei hafði atvinna og annríki ^akkeusar leyft, að hann tæki sér ferð á hendur til að sjá hann. Það er svo mikill fjöldi manna, sem aldrei má vera að því, að fara og finna Jesúm frá Nazaret. Zakkeus vissi, að ekki var auðgert að sjá Jesúm. Mannfjöldinn var mikill, en sjálfur var ihann lágur vexti. Því miður kemur það oft fyrir enn, að mennirnir umhverfis Jesúm skyggja á hann fyrir þeim, sem álengdar standa og vilja þó sjá hann. Hvað gat hann Zakkeus tekið til ibragðs? Hvað geta þeir gert, sem ekki sjá hann fyrir fólkinu, sem er umhverfis hann? Zakkeus hrá á gamalt ráð, ráð, sem margir drengir nota enn á þessum dögum, þegar forvitnin knýr þá til að sjá eitthvað eða ein- Lvern. Hann klifraði upp í tré. Það stóð við veginn, sem Jesús gekk. Þarna kom 'hann, færðist nær og nær. Hann kom fast að trénu. Nú Var uppfyllt óskin, er Zakkeus ibar í brjósti. Hann hafði séð þann, Sem spámenn margir og konungar höfðu á liðnum öldum þráð að sjá, en sáu ökki þó. Hér hefði sagan getað endað. En óvæntur atburður gerðist. Jesús, spámaðurinn mikli frá Nazaret, leit upp, horfði á Zakkeus °g ávarpaði hann með nafni, þótt Zakkeus ihefði aidrei séð hann áð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.