Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 132
132
NORÐURLJ ÓSIÐ
Hann hafði sem barn lært guðspjall Jóhannesar utan bókar og
þekkti ritningarnar vel. Hann fór í báskóla og las stjórnvísindi.
Hann skildi svo við ástríka, kristna eiginkonu. Hún var send til
Síberíu, en hann sóttist eftir valdi á stjórnmálasviðinu. Hann iðrað-
ist breytni sinnar og vildi nú breyta lífsstefnu sinni og fylgja Drottni
Jesú Kristi. Áheyrendum varð léttara um andardráttinn.
Hann hefir líklega verið umkringdur af njósnurum. Áður en hann
komst heim til Moskvu og í valdastólinn, höfðu aðrir hrifsað völdin
til sín og lagt hann á hilluna. En vegna þess, að hann var heims-
kunnur maður og vegna álits heimsins, var farið vægilegar með
hann er marga aðra.
Heimild þessarar sögu er frásögn rússneskra hjóna, sem stödd
voru á þessu móti og heyrðu og sáu, hvað gerðist þar. Maðurinn
var skipstjóri og á siglingu meðfram ströndum Suður-Afríku, komu
þau hjón til Durban. Þar sögðu þau þessa sögu á samkomu hjá Fé-
lagi kristinna kaupsýslumanna. Þaðan hefir hún komizt í blöðin.
(Eftir „The Flame,“ nr. 4 1969.)
I síðasta skipli, sem ég heyrði minnzt á Kruschev í fréttuin út-
varpsins, var við kosningafréttir frá Rússlandi. Það var haft eftir
blaðamanni, minnir mig, að Kruschev hafi sagt, að hann hafði
komið og greitt atkvæði sitt sem „hver annar rússneskur borgari.“
Og þá var bætt við þeim orðum „og ljómaði af ánægju.“ Þessi orð
urðu mér umhugsunarefni. Hvað gat komið þessum manni til að
Ijóma af ánægju, er hann hafði verið sviptur öllum völdum' og
áhrifum? Sé ofanskráð saga sönn, get ég skilið það. Gleðin í Kristi
Jesú er óháð ytri kringumstæðum.
Því má bæta við að lokum, að maður, sem sendur var til Síberíu,
kvaðst hafa hitt fyrri konu Kruschevs þar. Hún sagðist alltaf hafa
beðið fyrir honum, beðið um afturhvarf hans. „Kærleikurinn til-
reiknar ekki hið illa.“ Aðrar konur, sem eiginmennirnir leika grátt,
gætu tekið sér konu Kruschevs til fyrirmyndar. Þeir, sem hafa vonda
samvizku, eins og hann, gætu líka farið að eins og sagt er, að
Kruschev hafi gert: snúið aftur til Guðs og öðlast fyrirgefningu
vegna Jesú Krists. „Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn
af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna
honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.“ (Jes. 55. 7.)
Þessu er óhætt að trúa, hvort sem hitt er satt eða ekki.
S. G. J.