Norðurljósið - 01.01.1970, Side 32
32
NORÐURLJ ÓSIÐ
um, og Guð gaf henni þá gleði, að einnig hann tok á móti Kristi
nokkru áður en hann dó. Er hún var orðin ekkja, kom ungur sjó-
maður og hað hana að giftast sér. Hún setti eitt skilyrði fyrir því:
að hann yrði sjálfur sannkristinn, festi traust sitt á Kristi og gæfi
’honum hjarta sitt og líif. Maðurinn gekk að þessu skilyrði, sneri sér
af hjarta til Krists og helgaði sig honum. Trú hans var mjög reynd
á fyrstu sjóferðinni á eftir. En hann leitaði hjálpar Drottins af al-
huga, fékk hana og sá sex af félögum sínum snúa sér líka til Krists
áður en ferðinni lyki. Guð svaraði ríkulega bænum gömlu konunn-
ar: Hann blessaði Hönnu og gerði hana og manninn að blessun,
mikilli hlessun, eftir þetta.
A þessi saga nokkurt erindi til nútímafólks? Eru ekki breyttir
tímar og allt þetta orðið úrelt?
Mannshjartað hefir ekkert breytt sér. Það elskar og girnist alveg
eins nú og þá. Stúlkur giftast mönnum, sem þær þekkja svo sem ekki
neitt, nema þeir eru skemmtilegir, þegar þeir eru með þeim, eink-
um á dansleikjum, ef þeir eru svolítið kenndir. Á eftir kemur ískald-
ur veruleikinn, er nýja brumið fer af og farið er að taka upp fyrri
venjur.
Hvernig á sá aðilinn að bregðast við, er fyrir skakkafallinu verð-
ur? Ef fortölur eða aðfinnslur og áminningar gagna ekki vitund?
Það er þá, ef ekki fyrr, sem fara ber að dæmi Hönnu, leita Drott-
ins Jesú Krists.
Maður eða kona, sem vill breyta maka sínum, þarf fyrst að fá þá
breytingu, sem Drottinn Jesús kemur til vegar. Máltækið forna seg-
ir: „Læknir, læknaðu sjálfan þig.“ Kristur sagði: „Drag fyrst bjálk-
ann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga flísina úr auga
bróður þíns.“
Þú spyr: „Vilji ekki bróðirinn láta draga flísina úr auga sér, sé
hann svo iblindur og dofinn, að hann finni ekki til hennar, hvað þá?“
Svarið er: Byrjaðu fyrst á sjálfum þér. Reyndu fyrst að fá allt
hjá þér lagfært og hjarta þitt fyllt af kærleika Krists. Farðu síðan
sömu leið og Hanna. Reyndu kærleikann, láttu hina guðlegu elsku
komast að, ef mannleg elska þín nægir eíkki og þrýtur.
Það var einmitt við hjónavígslu og brúðkaupsveizlu, að Kristur
breytti vatni í vín. Hann þekkir mætavel, hve oft það er, að ástar-
vínið og sæluvíman þrýtur, svo að ekkert verður eftir nema blávatn
beiskra vonbrigða. En sé blávatnið falið honum, beisku vonbrigðin,