Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 186
186
NORÐURLJOSIÐ
og frelsaði þá. Hann leysti þá undan ofurvaldi áfengisins og allra
synda, gerði þá að nýjum mönnum og helgaði þá þjónustu sinni.
Hver vill hrópa til Krists um frelsun, gefast honum af öllu hjarta
og helga líf sitt því háleita hlutverki: að hoða hann sem fullnægan
frelsara frá ofdrykkju og synd í öllum myndum?
Kriitnin i Kína
Hér frainar í Nlj. er grein uin kristnina austan járntjaldsins.
Nokkru eftir það, að hún var rituð, kom í einhverju erlendu blaði,
sem ég fæ, frásögn af þeim kjörum, er kristnir menn húa við í Kína.
Eru þau vægast sagt mjög þröng. Engar opinberar samkomur eru
þeim leyfðar, að minnsta kosti ekki yfirleitt. Þeir reyna því að koma
saman í laumi, oftast örfáir eða ekki fleiri en fjórir til átta. Þá
er vandlega falin biblía tekin fram, hin dýrmætu orð hennar eru
lesin og talað um þau og beðið saman. Ekkert er sungið, því að það
mundi vekja eftirtekt. Er samfélagsslundinni lýkur, er biblían falin
vandlega aftur. Þátttakendur tínast á brott einn og einn, til að vekja
síður athygli.
Á öðrum stöðum má finna einn mann. Hann liggur á gólfinu í
niðamyrkri með eyrað fast við lítið útvarpstæki. Hann er að hlusta
á erlenl útvarp, sem flytur boðskap huggunar fyrir trú á Drottin
Jesúm Krist.
Segja má, að þeim, sem yfirvöldum er kunnugt um, að eru kristn-
ir, séu flestar bjargir bannaðar, ef ekki allar. Vinir þeirra, sem bú-
settir eru erlendis, hafa því reynt að senda þeim ofurlítið fé til þess
að lifa af. En þetta verður til þess, að athygli yfirvaldanna beinist
að þeim. Samt höfðu þeir fengið að njóta þessara gjafa. En er grein-
in var rituð, hafði verið sett sú regla, að ekki mætti greiða þeim í
einu, nema lítinn hluta þess fjár, sem þeim væri sent.
Auðvitað á ég þess engan kost, að sannprófa sannleiksgildi þess-
arar greinar, sem þetta er tekið eftir. En „Menningarbyltingin“
sýndi, hve róttækar breytingar skyldu gerðar. Er því eðlilegt, að
þeir, sem halda enn fast við Jesúm Krist, verði fyrir barðinu á svo
róttækum mönnum. Á kristnina er litið sem útlenda trú.
I ljósi þessa, sem hér er skráð, hvet ég allt kristið fólk til að biðja
fyrir kristna fólkinu í Kína. Væruin við í sporum þess, gæti það orð-