Norðurljósið - 01.01.1970, Side 138
138
NORÐURLJ ÓSIÐ
raun og veru satt. Það var vatn í honum! Kashan hljóp og
sótti fötu, svo að þeir gætu náð í eitthvað af valni og bragðað
það. „Þetta er indælt vatn, drengur minn,“ sagði Amidas
hrærður. „Eg er viss um, að sá Guð, sem þú baðst til, hlýtur
að vera hinn sanni og lifandi Guð. Hjáguðirnir eru falsguð-
ir. Nú viljum við þjóna saman hinum sanna og lifandi Guði.“
Dagurinn, þegar Kashan var skírður, var drengnum gleði-
dagur. Fáum mánuðum síðar lét faðir hans einnig skírast og
sýndi með því heiðnum nágrönnum sínum, að hann trúði á
hinn, eina, sanna Guð, — þá varð Kashan enriþá glaðari.
„Eg veit, að Guð svarar bæn fáfróðs drengs, því að hann
svaraði bæn minni,“ sagði hann.
Frá þeim tíma, að brunnurinn var grafinn, hefir indverska
þorpið notað hann bæði til áveitu og annarra þarfa.
Guð Elía lifir ávallt, heyrir og svarar bæn!
2. MORGUNVERÐURINN GÓÐI.
Gréta var að þvo upp, þegar Marta, vinstúlka hennar, kom
þjótandi. Augu hennar ljómuðu af hrifningu. Það var aug-
ljóst, að eitthvað hafði gagntekið hana. Við, Sonja, Inga og
ég, ætlum í hjólreiðaferð í dag í þessu góða veðri. Nú er ég
komin hingað til að spyrja, hvort þú vilt vera með.
„Það vildi ég, en ég get það ekki,“ svaraði Gréta og and-
varpaði djúpt. Hún hélt svo áfram, meðan hún þurrkaði
hnífa og gaffla: „Þegar pabhi var farinn í verzlunina, fékk
mamma eitt vonda kvalakastið sitt, svo að hún er komin í
rúmið. Þess vegna þarf ég að vera heima til að gera verkin.“
„En hugsaðu þér, hvað þú missir við það, að vera ekki
með í ferðinni. Eg skal segja þér, að við hjólum til hans
Níelsar frænda. Eg hefi símað til 'hans, og hann hefir lofað
að fara með okkur langa leið á vatninu í stóra, nýja vélbátn-
um, sem hann er nýbúinn að kaupa. Komdu nú með.“
„Það verður ekkert af því, ég verð að vera heima í dag,“