Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 76
76
NORÐURLJÓSIÐ
þráð, þegar þær skorti fóður, það heldur nú loksins innreið sína,
eftirþráð af mönnum og skepnum.
„Og hann sagði þeim líkingu: ,Gætið að fíkjutrénu og öllum
trjám; þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið
af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Þannig skuluð þér og vita,
að þegar þér sjáið þetta fram koma, er guðsríki í nánd.‘“ (Lúk.
21. 29.—31.)
Hvað eigum við að sjá koma fram? Táknin, sem Kristur hafði
talið upp í ræðu sinni á undan þessum orðum. Hver voru þau? Með-
a! annarra tákna eru tvístrun ísraels út á meðal allra þjóða, og að
Jerúsalem skyldi verða fótum troðin af heiðingjum, unz tímar heið-
ingjanna væru liðnir.
Fíkjutréð er táknmynd af ísrael í dæmisögu Krists, sem er skráð
í Lúk. 13. Það var sem ávaxtalaust um aldaraðir. En árið 1896
héldu hinir svonefndu Zíonistar þing. Þetta voru menn, sem vildu
endurreisn ísraels, að þjóðin eignaðist land sitt aftur. Árið 1913
var lýst yfir af Balfour, forsætisráðherra Breta, að Palestína —
Israelsland hið forna — skyldi verða þjóðarheimkynni Gyðinga.
Þrjátíu árum síðar stofnsettu þeir þar ríki sitt. Nítján árum síðar
(1967) unnu þeir Jerúsalem undan yfirráðum Araba. Heiðingjar
drottna ekki lengur yfir henni. ísraelsmenn ráða þar lögum og lof-
um.
Síðan ísraelsmenn fengu að gera landið að þjóðarheimili sínu,
hefir fjöldi annarra þjóða líka hlotið sjálfstæði, íslendingar sama
árið og Palestína var gerð að heimkynni Gyðinga.
Samlhliða þessu aukna frelsi fjölda nýlenduþjóða, þegar frelsis-
vorið hefir farið um heiminn hefir upplausn vaxið meðal stórra og
voldugra ríkja hins vestræna heims, og hreiðist frá honum út til ann-
arra landa. Það, sem aldir og kynslóðir hafa byggt upp, er nú ann-
að hvort einskis metið eða 'blátt áfram troðið fótum. Siðgæðiskröf-
ur kristindómsins eru svívirtar. Alda taumlausrar kynfýsnar æðir
yfir. Lífsþreyttir unglingar, sem velferðarríkin leggja allt í hendur,
leita til fíknilyfja og eiturlyfja. Drykkjuskapurinn magnast. Ótryggð
meðal hjóna, skilnaðir þeirra og splundrun heimila fylgir í kjölfar
ofnautnar víns og ásta.
Allt þetta og margt fleira eru vormerki. Þetta eru merki þess, að
mannkynið og menning þess er í upplausn, eins og snæbreiður og
klakaþiljur vetrarins í voryl. Þetta allt merkir, að Kristur kemur