Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
„Ég vil ekki grafa hér lengur,“ aiulvarpaði Amidas, sem
var vonsvikinn yfir hjáguðum, prestum og brunnum, gramur
yfir að hafa eytt tíma og peningum. „Á morgun fer ég að
grafa annars staðar.“
„Pabbi,“ sagði Kashan stillilega, „láttu mig hiðja til hins
eina, sanna Guðs, ég er viss um, að hann sendir vatn í brunn-
inn.“ „Biddu, ef þig langar til þess,“ sagði faðir hans áhuga-
laust, en gat ekki neitað beiðni drengsins. „Ég segi þér samt,
að það verður ekki tiL nokkurs gagns. Allir guðir eru annað
hvort sofnaðir, eða þeir líka eru dauðir.“
„Hvíti Sahib (herra) segir okkur, að hinn sanni Guð sé
lijandi Guð“ staðhæfði Kashan og tók upp litla bók, sem
trúboðinn hafði gefið honum, og las úr henni fyrir föður
sínum: „Ef þér biðjið einhvers í inínu nafni, mun ég gera
það.“
Síðan fór hann að biðja: „0, Guð, vilt þú ekki svara bæn
vesalings fáfróðs drengs og sýna pabba, að þú ert hinn sanni
og lifandi Guð með því að senda vatn í brunninn okkar? Ég
veit ekki mikið um þig, en ég veit, að þú svarar bæn, því að
þú heyrðir bæn Elía, og þú heyrðir bæn Makans liér um
daginn, þegar höggormurinn beit 'hann, og þú heyrðir hæn
Jagimands, þegar hann bað fyrir föður sínum. 0, heyrðu
bæn mína líka, þótt ég hafi þekkt þig svo stutt! Viltu senda
vatn þangað, sem við pabbi höfum grafið. Mig langar svo til
þess, að pabbi skuli vita, að þú ert hinn sanni og lifandi Guð,
og að þú heyrir bæn!“
Þegar Kashan lauk bæninni, var hann viss um það í hjarta
sínu, að bæn hans hafði verið heyrð. Hann gekk að brunnin-
um, og þar bað hann aftur andartak, til þess að faðir hans
gæti séð, að hann bæði hinn lifandi Guð. Svo leit hann ofan
í brunninn og sá sér til mikillar gleði, að vatnið var að bulla
upp. „Vatn!“ hrópaði hann og hoppaði hátt af gleði. „Sjáðu,
pabbi, hinn lifandi Guð heyrir og svarar bæn!“
Amidas hljóp að og starði niður í brunninn. Þetta var í