Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 166
166
NORÐURLJÓSIÐ
þess að Kristur var aðalefnið áður. Er harxn þannig leit af Jesú og
horfði á „reynsluna“, missti hann liana aftur. Hann skildi loks, að
heilagleikinn fæst aðeins með því að beina augunum að Drottni
Jesú, en ekki stöðugt inn á við.
Bræður og systur, munum það öll: að ibeina sjónum okkar til Jesú.
í honum er allt, ekkert í okkur sjálfum. — S. G. J.
6. Hann er dýrmætur.
(Til hugleiðingar.)
Eins og allar ár renna í sjóinn, þannig er miðdepill allrar ununar
vorrar í honum (Kristi).
Augnatillit hans er sólu bjartara; fegurðin í ásjónu hans er meiri
en fegurstu blóma, enginn ilmur er líkur anda munns 'hans.
Gimsteinar námunnar og perlur hafsins verða verðlaus, séu þau
borin saman við, hve dýrmætur hann er.
Pétur segir oss, að Jesús er dýrmætur (1. Pét. 2. 7.), en hann gat
ekki sagt oss, hve dýrmætur hann er. Enginn okkar gæti reiknað,
hvað verðmikil er Guðs „óumræðilega gjöf.“
Orðin geta ekki tjáð, hve dýrmætur Drottirm Jesús er fólki sínu,
ekki geta þau til fulls lýst því, hve nauðsynlegur hann er til þess að
fólk hans njóti fullnægju og hamingju.
Trúaða sál, hefir ekki verið hallæri hjá þér, þótt þú hefðir nægtir
alls, ef Drottinn þinn var þér fjarlægur?
Sólin skein, en Kristur hafði hulið sig. Var ekki heimurinn allur
þér svartur þá? Eða það var nótt. Bjarta og skínandi Morgunstjarn-
an var horfin; barst þér þá geisli frá nokkurri annarri stjörnu?
Hve örsnauð eyðimörk yrði þessi heimur án Drottins vors!
Ef hann felur sig fyrir oss, eru blómin í garði vorum visnuð, Ijúf-
fengir ávextir vorir rotna, fuglarnir hætta söng sínum og fellibylur
kollvarpar vonum vorum.
Óll kerti jarðar gætu ekki inyndað dagsljós, ef „Réttlætissólin
myrkvaðist.“
Hann er ljós ljóss vors, líf lífs vors.
Hvað mundir þú gera í heiminum án hans mitt í freistingum og
áhyggjum?
Hvað mundir þú gera á morgnana, þegar þú vaknar og virðir fyr-
ir þér komandi baráttu dagsins?