Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
eða verki eftir því, sem unnt er. Eftir það yrði hjarla þitt glatt og
lund þin létt og friður Guðs ríkja í sál þinni, ef þú gengur með
Drottni og gætir þín við nýjum inisgerðum.
Guð blessi ykkur öll, sem hafið hlýtt á mál mitt.
Komið, komið með allt til Jesú. Bjóðið honum inn í hjartað, gef-
ið honum það.
Cirunfliöllurinii er traustur
í vetur hefir 1. bók Móse verið lesin í útvarpi. Sjálfsagt hafa þús-
undir manna hlýtt á lesturinn, meðan þeir voru að vinna. Sumjr
hlógu að henni, þegar lesturinn hófst. Hvers vegna hlógu þeir?
Vegna jájra:ði sinnar! Héldu þeir, að þeir væru fáfróðir? Ekki
nú alveg! En þeir trúðu betur kenningum manna, sem lítilsvirða
þessa bók, heldur en Drottni Jesú Kristi, sem staðfesti kenningu
hennar um sköpunina; flóðið mikla og tortímingu Sódómu og
Gómorru.
Maður sá, er fyrstur manna kastaði rýrð á 1. bók Móse, hét Astruc.
Hann var uppi á 18. öld. Hann var franskur læknir og fríhyggju-
maður, líferni hans var spillt og ósiðlegt. Hann Iét í ljós efa um, að
Móse væri höfundur þessarar bókar. Þýzkir háskólakennarar fluttu
síðan hugmynd hans inn í þýzka guðfræði. Þaðan barst hún svo út
um heiminn í guðfræðiskólana. Nemendur þeirra gerðust prestar.
Þeir predikuðu söfnuðum sínum vantrú á biblíuna. „Presturinn,
sem fermdi mig, sagði, að gamla testamentið væri gyðinglegar þjóð-
sögur.“ A þá leið fórust unglingspilti orð við mig.
1. bók Móse er samt áreiðanleg bók. Fræðimenn Israels rann-
saka frásagnir hennar til að sj á, hvaða tré eða gróður hafi vaxið áð-
ur til forna í landi ísraels. Síðan er farið að gróðursetja og rækta á
hverjum stað þær tegundir, sem áður spruttu þar. Rústir borga, eru
grafnar upp. Allt stendur heima við það, sem biblían segir frá.
Kennivald Drottins vors Jesú Krists er þó æðra vizku manna og
fornminja rannsóknum. Hann kenndi afdráttarlaust, að Guð hefði
skapað heiminn, (hann hefði skapað manninn, skapað karl og konu.
Frá Guði var helgi hjóna'bandsins komin.
I 1. bók Móse liggur grundvöllur kenninga nýja testamentisins.
Hún skýrir frá falli mannsins og fyrirheiti um frelsara. Hún skýrir