Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 187
NORÐURLJÓSIÐ
187
ið okkur nokkur slyrkur, að fyrir O'kkur væri beðið, jafnvel þótt við
vissum ekki, að það væri gert. Ritningin segir: „Minnizt þeirra, er
illt liða.“ „Biðjið hver fyrir öðrum.“ Okkur væri ekki boðið að
biðja hver fyrir öðrum, ef bænin væri gagnslaus og áhrifalaus. Hver
veit, nema við sjálf þurfum á slíkum bænum að halda fyrr en varir.
„Ein vika er langur tími fyrir kosningar,“ sagði Wilson, forsætis-
ráðherrann brezki. Hún varð nógu löng til þess, að sljórn hans beið
ósigur við kosningar. Það eru ekki nema 2—5 ár, þangað til komm-
únisminn á að hafa sezt að völdum í öllum ríkjum heims, ef áætlun
Rússa stenzl; en hún knúði dr. Billy Graham til meira starfs. Ég hefi
áður getið hennar í Nlj. Vera má, að Guð leyfi, að áætlun þeirra
standist. Þær eru orðnar nokkuð mikið syndugar nafnkristnu, vest-
rænu þjóðirnar. Það eru takmörk fyrir því, hve langt má ganga í
fráfalli, lauslæli og alls konar syndum, áður en hann „sem agar þjóð-
irnar“ fer að hegna þeiin. — S. G. J.
/#Nú líður mér vel"
Sönn saga.
Síminn hringdi. Maður spurði, hvort hann mætti koma og tala
við mig. Auðvitað mátti hann það.
Hann kom og sagði mér, að sér liði illa. Áhyggjur og erfiðleikar
hvíldu á honum sem byrði: Gat ég nokkuð hjálpað honum?
„Ég get ekki hjálpað þér,“ sagði ég, „en það er annar, sein getur
það.“ Það var sá, sem talaði þessi orð:
„Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og
ég mun veita yður hvíld.“ (Matt. 11.28.)
Eg sagði, að tilboð Drottins Jesú Krists væri einmitt handa hon-
um. Hann væri hlaðinn þunga. En þennan þunga byðist Kristur til
að taka í burtu, ef hann kæmi til hans. Skilyrðið væri það, að hann
kæmi til Jesú.
„Viltu ganga að þessu skilyrði Krists?“ spurði ég. Viltu koma lil
hans með allt það, sem hvílir á þér?“ Hann svaraði: „Ég vil það.“
Við krupum á kné. Ég hað upphátt. Hann endurtók orðin og gerði
þau að sinni bæn. Ég hað á þessa leið:
„Drottinn Jesús, ég kem til þín, af því að þú hefir sagt: „Komið