Norðurljósið - 01.01.1970, Qupperneq 96
96
NORÐURLJÓSIÐ
Eftir ræðuna komu margir fram til að taka á móti Kristi, til að
gefa Guði líf sitt. Margt rlásamlegt afturhvarf átti sér stað það kvöld.
Meðal þeirra var skátapilturinn. Og orðhákurinn, faðir hans, kom
líka grátandi og lét frelsast þetta kvöld.
Það er ekki hægt að leika með Guð, ætla að lifa í syndinni til hins
síðasta, en láta þá frelsast. Guð lætur ekki að sér hæða. Þess vegna
er tíminn NÚ, einmitt NÚ, meðan þessi frásögn er fyrir augum þér,
að snúa þér og láta Guð frelsa þig. „Snúið yður til mín og látið
frelsast, þér gervöll endimörk jarðarinnar,“ segir Drottinn. Ætlar
þú að eiga það á hættu að óhlýðnast Guði?
IIraiiiiiiir litla drengsiiii
Dag nokkurn var lítill drengur að gráta. Faðir hans spurði, hvers
vegna hann væri að gráta.
„Vegna draums, sem mig dreymdi í nótt.“
„Segðu mér frá honum,“ mælti faðir hans.
„Eg vil síður gera það,“ svaraði drengurinn.
„Sonur minn, fyrst þér líður svo illa út af 'honum, þá vildi ég
heldur fá að vita, hvernig hann var.“
„Pabbi, þig mun ekki langa til að hlusta á hann.“
„Ég vil, að þú segir mér hann,“ sagði faðir hans.
„Pabbi, þér mun ekki geðjast að honum, en ég vaknaði í nótt, er
mig hafði dreymt þennan hræðilega draum. Mig dreymdi, að þú
komst inn í herbergið mitt, og það var verið að kyrkja mig, og ég
var alveg að deyja. Allt í einu varð mér ljóst, að það var pabbi minn,
sem var að kyrkja mig með fingrunum. Ég hefi ekki getað losnað
við þessa hræðilegu líðan, síðan mig dreymdi, að þú varst að
reyna að kyrkja mig.“
„Sonur minn, ég mundi aldrei gera það, og þú veizt það.“
„Já, ég veit það, pabbi.“
Næstu nótt, liðlanga nóttina, hélt faðirinn áfram að segja við
sjálfan sig: „Ég er verri en morðingi. Ég er ekki sannkristinn. Ég
er að leiða hann afvega. Það er verra en að drepa hann líkamlega.
Ég er að valda glötun sálar hans.“
Draumur litla drengsins varð föður hans til hjálpræðis og leiddi
hann til Krists. (Þýtt úr „The Sword of the Lord“ 16. okt. 1964.)
Ert þú að kyrkja andlegt líf barnsins þíns með vantrú? Með