Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 184
184
NORÐURLJÓSIÐ
Þúsund millj. þögulla manna
Risavaxið þjóðfélag, þar sem ritað mál þekkist ekki! Getur slíkt
átt sér stað? Þar eru engin fréttablöð, tímarit eða bækur. Aldrei er
bréf ritað né bréfi veitt viðtaka. Þar sést ekki: „Leiðarvísir um
notkun“, jafnvel ekki áletrun á vegamerki. Þar eru engar auglýsing-
ar, engir reikningar og engar kvittanir. Engar reglur eða reglugerð-
ir finnast skráðar. Getur slíkt átt sér stað, og það núna árið 1970?
Áreiðanlega er það svo. Ágizkanir nefna ekki sömu tölur. Full-
víst er, að nálega helmingur fullorðins fólks í heiminum kann
hvorki að lesa eða skrifa. Margir eru í skuldum, en þeir vita ekki,
hve mikið þeir skulda. Flestir eru hungraðir, en þeir vita ekki,
hvernig þeir geti fengið nægan mat. Mikill fjöldi þarfnast lyfja, en
lítið er hægt að fá af þeim í nánd. Fengju þeir lyfin, gætu þeir ekki
lesið, hvernig á að nota þau. Þeir eru arðrændir, en fá enga úrbót.
Þeim fæðast börn, en þékking á hreinlætisháttum er lítil. Fjöldinn
af börnum þeirra deyr kornungur. Eina vonin um, að láta eftir sig
niðja, er þá sú: að eiga nógu mörg börn. En þetta eykur þarfirnar
ennþá meir.
Þetta eru ólæsu mennirnir. Þeir lifa í myrkri og stjórnast af ótta.
Guðir þeirra eru hefnigjarnir andar, sem vilja gera illt af sér. Til
slíkra manna fara trúfastir þjónar hins lifanda Guðs, knúðir af kær-
leika Krists, þeir læra tungur þeirra, búa til ritmál, hjálpa þeim í
sjúkdómum og vanþekkingu. Þessir Guðir helguðu starfsmenn leiða
þá út úr þagnar myrkrinu. Dánarkveinið snýst í lofgerðarsöng.
Myrkrið víkur fyrir ljósinu. Vonin fæðist í vonleysis myrkrinu.
Þetta er ávöxtur fórnandi þjónustu. Um fjárhagslegan hagnað er
ekki að ræða. Aldrei er gert verkfall til að heimta hærra kaup eða
betri kringumstæður. En þetta er gleðirík uppfylling æðsta mark-
miðs lífsins. SGM á stundum því láni að fagna: að geta lagt slíku
fólki lil fyrstu prentuðu kaflana úr heilagri ritningu. Árið 1969
voru 15 flokkar lestrarkennslu spjalda gefnir út og hafa nú byrjað
þjónustu sína. Við skulum biðja fyrir lesendunum og Guði helguð-
um kennurum fólksins.-------
Hryggilega myndin, sem ofanskráð grein dregur upp af ástandi
ólæsa hluta mannkynsins, ætti að verða okkur öllum, sem játum trú
á Drottin Jesúm, mikil hvatning til að biðja fyrir þeim, sem reyna