Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 43
NORÐURLJÓSIl)
43
mjög vel. En heyrn mín var orðin svo næm, að ég heyrði fótatak
manns, sem leið átti fram hjá húsinu, löngu áður en hann kom að
því og lengi á eftir, að hann var farinn fram hjá. Svo spenntar voru
taugar mínar.
Eg lá sex daga hitalaus í rúminu á eftir. Tók ég þá að dragast í
föt. í fyrsta skipti, er ég sat til horðs með hinu fólkinu, svitnaði ég
af áreynslunni að sitja. Bjó ég lengi að mislingunum, eins og síðar
mun getið.
Þar sem ég hafði reynt að koma af stað hihlíulestrum, er ég var í
kennaraskólanum og á Vífilsstöðum, tók mig að langa til hins sama
þar á Akranesi. Ég fékk að halda stundum harnaguðsþj ónustur í
kirkj unni, og var þá fu'llorðið fólk viðstatt líka. Ég auglýsti þar,
að ég vildi hefja hiblíulestra og bað þá, er þátt vildu taka í þessu,
að gefa sig fram við mig. Enginn gerði það.
Eg gafst samt ekki upp. Ég vissi af manni húnvetnskum á Akra-
nesi. Hann hét Sumarliði Halldórsson. Hafði hann gist hjá móður
minni eitt sinn, er hann var á suðurleið, og gaf mér þá koddann sinn.
Hann var maður innilega trúaður og hafði bezta orð á sér. Ég fór að
finna hann. Kom okkur saman um, að við skyldum hefja bihlíulest-
ur saman. Við næsta tækifæri tilkynnti ég í kirkjunni: „Nú getið
þið komið, biblíulestrarnir eru byrjaðir.“ Næsta sunnudag bættust
þrjár konur við. Fengum við að vera á kirkjuloftinu. Smátt og smátt
'bættust fleiri í hópinn, unz við vorum 15, er ég fór um vorið. Þá
hafði ein konan eitt sinn staðið upp á samkomunni hjá okkur og
vitnað um, að hún hefði imeðtekið Jesúm sem frelsara sinn og að
hann hefði gefið henni heilagan Anda sinn. Hafði ég aldrei á ævi
minni áður heyrt nokkurn vitna og vissi fyrst ekki, hvað úr þessu
ætlaði að verða. Þessi kona hét Guðbjörg og var frænka mín í föð-
urætt mína. Þar var líka Steinunn, sem einnig var frænka mín í föð-
urætt. Föðurmóðir mín var borgfirzk, og átti ég því frændfólk þar
syðra. Ommubróður minn sá ég þar einnig. Hann var orðinn 'há-
aldraður maður.
Onnur kona sneri sér líka ákveðið til Drottins þennan vetur, þólt
hún léti ekki mikið bera á því fyrst í stað. Hún varð með tímanum
verkfæri Guðs til að veita mér margvíslega hjálp við útbreiðslu og
mnheimtu Norðurljóssins og sölu bóka á Akranesi og síðar í Kefla-
vík, þar sem hún á heima nú. Hún heitir Sigríður Sigurbjörnsdóttir.
Næsta vetur var ég á Sjónarhæð hjá Arthur Gook, og segir frá því