Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 10
10
NORÐUKLJÓSIÐ
Þá er og þaðan Hans Sivertsen, sem Drottinn hefir kallað til starfs
fyrir sig í Grænlandi.
Einn daginn, sem við dvöldum í Klakksvík, bauð vinur okkar Jó-
hannes á Kósini okkur að koma og sjá nýja kirkjugarðinn. Kirkju-
garðurinn gamli er í bænum sjálfum, en þessi er alllangt frá honum.
Hann útvegaði hifreið og fór með okkur út með firðinum, unz við
komum að nýja garðinum. Þá leidcli liann okkur að nýlega orpnu
leiði. A því lágu visnuð blóm og fölnandi kransar. Þetta var leiði
Jóhönnu, konu hans. Hún hafði andazt 25. apríl þá um vorið. En
Jóhannes syrgði ekki eins og þeir, sem enga eiga von um hlutdeild
i dýrðarlífi barna Guðs í framtíðinni. Hann var hvorki hrotinn né
bugaður, því að Drottinn var styrkur hans. Eg sagði svo við hann,
að mig langaöi til að syngja vers, sem ég hefði sungiö við kistu
móður minnar, föður og systur og hóf upp sönginn. Þá tók Jóhannes
óðar undir. Færeyingar eiga sama kveðjusálminn, þýddan á sitt
mál. Ég söng þetta á íslenzku:
Nú horfin ertu héðan, *'vina kær,
og hvíld hjá Drottni Jesú sál þín fær,
í himindýrö og Herra þínum nær
nú hvíl, nú hvíl, nú hvíl.
En Jóhannes söng:
Sov sött, á vinur, sov og ihvíl teg nú!
vit vildu, tú hjá okkuin skuldi húð;
men tryggari hjá Jesúsi ert tú —
farvel, farvel, farvel.
Ef til vill snart mig ekkert dýpra í allri ferð minni heldur en þetta:
að standa þarna við hlið þessa hróður, er senn verður áttræður, og
sjá hann glaðan og öruggan í Drottni, fullvissan um endurfundi,
þegar Droltinn kemur, styrkan í trúnni og styrktan af honum, sem
hann hefir svo lengi treyst og þjónað, og það ekki árangurslaust.
Jóhannes hróðir, við vitum það háðir, að þeir verða ekki til
skammar, sem trúa á Drottin Jesúm, treysta 'honum og lifa honum,
hver svo sem ytri ævikjörin eru.
* I staðinn má setja, faðir, móðir, systir, hróðir vinur.