Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 102
102
NORÐURLJÓSIÐ
„En nú er Kristur upprisinn frá dauðum sem frumgróði þeirra,
sem sofnaðir eru“, skrifar Páll postuli í fyrra bréfinu til Korintu-
manna, fimmtánda kapítula.
Það er sem morgunsólarskin, sem maður skynjar í sögunum af
því, er Jesús birtist lærisveinum sínum eftir upprisuna. Ekkert ann-
að líkist þeim árdagsandblæ, sem við njótum, er við lesum og hug-
leiðum viðtöl Jesú við þá, sem elskuðu hann, er hann birtist þeim
upprisinn. Tökum til dæmis frásögnina í Júhannesar guðspjalli, er
Jesús birtist þeim við Tíberías-vatnið.
Jesús hafði birzt þeim áður eftir upprisuna, og höfðu þeir hugg-
azt og glaðzt ósegjanlega mikið við þá harma/bót, að Jesús hafði
sigrað dauðann. — Það var í leyndarráði Guðs ákveðið, að Jesús,
Guðs eingetinn sonur, skyldi gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir
marga —- eins og hann sjálfur sagði: — Enginn tekur það (lífið)
frá mér, heldur legg ég það sj álfvilj uglega í sölurnar, til þess að
taka það aftur — verða lifandi aftur. (Jóh. 10. 17.—18.)
Þegar Jesús í grasgarðinum Getsemane spurði þá, er komu lil
að handtaka hann, að hverjum þeir leituðu, svöruðu þeir: „Að
Jesú frá Nazaret“; og þá sagði Jesús: „Ég er“. En er hann sagði:
„Ég er“, hopuðu þeir á hæl og féllu til jarðar. Jesús felldi þá alla
að jörðu, er komu til að handtaka hann, til að sýna, að þeir gætu
alls ekki handtekið hann, nema hann gæfi sig sjálfviljuglega á
þeirra vald. Hefði það verið að ráði Guðs, að Jesús yrði ekki fram-
seldur í manna hendur, hefði Jesús getað farið á þessari stund sinna
ferða og varið þeim, er vildu handtaka hann, að snerta sig, og notað
til þess hið óvenjulega vald, sem hann hafði og notaði, þegar hann
vildi. — En „Frelsarinn hvergi flýði, Fjandmenn þó lægi senn.
Herrann heið þeirra hinn þýði, Þeim leyfði á fætur enn“, eins og
segir í passíusálmi um þennan atburð. Þess í stað segir Jesús við
óvini sína og þjóna þeirra: „Daglega var ég hjá yður í helgidómin-
um og kenndi, en þér handtókuð mig ekki; en þetta er yðar tími og
vald myrkursins“. — Og hann gaf sig í hendur þeirra sjálfviljug-
lega, — í grasgarðinum Getsemane.
Er vald myrkursins hafði svo kvalið hinn heilaga þjón Guðs,
Jesúm, og hann hafði verið lagður lík í jörð — en andinn falinn
Guði — þá sagði Guð alvaldur á tilsettum tíma við vald myrkursins:
„Hingað og ekki lengra. Hér skulu þínar hreyknu hrannir brotna“.
Og mikill landskjálfti varð. Engill Guðs velti steininum frá grafar-