Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 160
160
NORÐURLJ ÓSIÐ
syndugu fólki með kímnisögum og gamanyrðum. Hlutverkið er að
vitna um Krist og að vara menn við syndum þeirra.)
(15) Höfum við gert einhverjum rangt til og látið undir höfuð
leggjast að bœta fyrir það? Eða hefir andi Zakkeusar gagntekið
okkur? Höfum við bætt fyrir marga þessa smámuni, sem Guð hefir
sýnt oss?
„En Zakkeus gekk fram og sagði við Drottin: ,Sjá, Herra, helm-
ing eigna minna gef ég fátækum, og hafi ég haft nokkuð af nokkr-
um, gef ég honum ferfalt aftur.“ (Lúk. 19. 8.)
(16) Erum við áhyggjufull eða kvíðandi Bregðumst við í því,
að treysta Guði til að sjá um tímanlegar og andlegar þarfir okkar?
Óttumst við stöðugt ókomið mótlæti?
„Sýnið enga fégirni í hegðun yðar, en látið yður nægja það, sem
þér hafið, því að sjálfur hefir hann sagt: ,Ég mun alls ekki sleppa
þér og eigi heldur yfirgefa þig,‘ svo að vér getum öruggir sagt:
,Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast? Hvað geta mennirn-
ir gert mér?‘ “ (Hebr. 13. 5., 6.)
(17) Erum við sek um óhreinar hugsanir? Leyfum við, að saur-
ugar og vanheilagar myndir dvelji í huga okkar?
„Farið burt frá þeim og skiljið yður frá þeim, segir Drottinn, og
snertið ekki neitt óbreint, og ég mun taka yður að mér.“ (2. Kor.
6. 17.)
(18) Erum við sannorð í staðhæfingum okkar? Eða ýkjum við
og sköpum þannig rangar hugmyndir? Höfum við logið?
„Nú er þér hafið lagt af lygina, þá talið sannleika hver við sinn
náunga, því að vér erum hver annars Iimir.“ (Efes. 4. 25.)
(19) Erum við sek um synd vantrúar? Þrátt fyrir allt, sem Guð
hefir gert fyrir okkur, neitum við enn að trúa orði hans? Möglum
við og kvörtum?
„Gerið allt án mögls og efablendni (þráttunar), til þess að þér
verðið óaðfinnanlegir og eiinlægir, flekklaus Guðs börn meðal rang-
snúinnar og gerspilltrar kynslóðar, sem þér skínið hjá eins og him-
inljós í heiminum.“ (Fil. 2. 14., 15.)
(20) Höfum við drýgt synd bænarleysisins? Erum við fyrirbæn-
armenn? Biðjum við? Hve mikinn tíma tökum við til bænar? Eig-
um við svo annríkt, að enginn tími sé til bænar?
„Með alls konar bæn og beiðni skuluð þér biðja á hverri tíð í
anda, og verið árvakrir til þessa með hinni mestu kostgæfni og