Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 122
122
NORÐURLJÓSIÐ
heil þorp kristin. Þau komu í eina kirkju. Söfnuðurinn taldi 1500
manns. Maðurinn var beðinn að ávarpa fólkið á eftir guðsþjónust-
unni. Þegar presturinn sagði því, að hann væri ibróðir Páls, er sæi
um útvarp á rússnesku frá Trans World 'Radio frá Monaco, varð
fólkið ákaflega vingjarnlegt. Utvarpssendingarnar hafa ómetanlega
mikið gildi fyrir fólkið þarna. Sé ekki minnzt á stjórnmál í útvarps-
efninu, fær það að halda áfram ótruflað. Þau hittu í heimboði hjóna-
efni, nýútskrifuð úr háskóla. Þau áttu enga biblíu, en faðir piltsins
ætlaði að gefa þeim bi'blíu í brúðargjöf. Sennilega hefir hún kostað
mánaðarlaun hans, segir höf. Svo erfitt er að fá biblíur, að þær
kosta á milli 3500 og 5500 kr. Sálmabækur eru líka af svo skornum
skammti, að fólk lærir sálmana utanbókar. Yfirvöldin, sagði kristna
fólkið þarna, skiptu sér ekkert af því, ef það hlýddi lögum. En fólk,
sem t. d. neitar að láta bólusetja börn sín, er látið sæta ábyrgð og
börnin jafnvel tekin af því. En jafnvel löghlýðna fólkið finnur samt,
að það verður að „íbera vanvirðu Krists“ og að litið sé á það sem
annars flokks borgara.
TÉKKÓSLÓVAKÍA. Kristna fólkið þar nýtur enn þess frelsis,
sem það hlaut á dögum Du'bceks. Hungur eftir orði Guðs virðist
hafa gripið marga, en lítið er að fá af kristilegum bókum.
Margir kristnir menn gera allt, sem þeir geta, til að útbreiða
trúna á Krist. Þeir hafa ekki gengið framhjá hernámsliðinu, sem
dvelur þar. Mörgum hermönnum hafa verið gefnar biblíur á rúss-
nesku. Nú er orðið erfiðara að ná til þeirra, því að engir nema for-
ingjar hafa leyfi til að fara útfyrir herbúðirnar til að æsa ekki upp
óánægju Tékka yfir þarvist þeirra.
„Guð hafði sinn tilgang með því að senda Rússana hingað,“ sagði
einn tékkneskur prestur. „Hvernig hefðu þeir annars fengið svo
margir að heyra orð Guðs og tekið á móti því? Með hverju öðru
móti hefði okkar tékkneska fólk orðið hrært til þess að sækja kirkju
i langtum stærri hópum en áður?“
Hvað framtíðin geymir í skauti sér þar eins og alls staðar veit
enginn. En „ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir aldrei yfir-
bugað það.“ (Jóh. 1. 5., ensk þýðing).
BÚLGARÍ'A. Þar er sagt, að Múhameðsmönnum, grísk-kaþólskum
og rómversk-kaþólskum fari fækkandi, en mótmælendum fjölgi.
í AUSTUR-ÞÝZKALANDI er talið, að ástandið sé á þá leið, að
ríkið styrki lútersku kirkjuna dálítið. Reynt sé að draga úr áhrifum