Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 115
NORÐURLJ ÓSIÐ
115
sonar-kosningar, er vér hrópum í: Abba, faðir. Sjálfur Andinn vitn-
ar með vorum anda, að vér erum Guðs börn.“ Barni er það eigin-
legt að segja „pabbi“, faðir, er það ávarpar bann. A sama hátt ger-
ir Andi Guðs það eiginlegt barni Guðs að segja „Faðir“ við Guð
föður sinn.
I Efes. 3.14. segir Páll: „Ég beygi kné mín fyrir Föðurnum....,“
er hann fer að biðja um ihinar mestu ’blessanir, sem Guðs 'börn geta
fengið að njóta.
I sama bréfi, 5. 20., ritar postulinn: „Þakkið jafnan Guði, Föð-
urnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.“ Við eigum
því að þakka Föðurnum fyrir alla hluti.
Kristna fólkinu í Filippi ritar postulinn: „Gerið í öllum hlutum
óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargerð.“
(4. 6.)
Kólossumönnum ritar Páll: „Vér þökkum Guði, föður Drottins
vors Jesú Krists, ávallt er vér biðjum fyrir yður.“ (1. 3.) „Sjálfur
friðarins Guð helgi yður algerlega,“ biður Páll fyrir Þessaloníku-
mönnum. (1. Þess. 5. 23.)
„Ég þakka honum, sem mig styrkan gerði, Kristi Jesú, Drottni
vorum, fyrir það, að hann áleit mig trúan, er hann fól mér þjón-
ustu.“ (1. Tím. 1. 12.)
Þetta sýnir, að þakkargerð til Föðurins fyrir alla hluti (Efes. 5.
20.) útilokar ekki þakkargerð til Drottins Jesú fyrir það, sem hann
hefir gert fyrir okkur, á hvaða sviði sem það er.
„Þakkir geri ég Guði, sem ég þjóna, . . . því að án afláts minnist
ég þín í bænum mínum.“ Þannig ritar Páll elskuðum samverka-
manni sínum, Tímóteusi. (2. Tím. 1. 3.) Páll bað til Guðs, Föður-
ins, fyrir þessum vini sínum og þakkaði honum.
„Ef einhvern yðar brestur vizku, þá biðji hann Guð, sem gefur
öllum örlátlega og átölulaus, og mun honum gefast.“ Jakob bendir
kristnum mönnum á að biðja Guð. (Jak. 1. 5.)
„Með henni (tungunni) vegsömum vér Drottin og Föðurinn.“
(Jak. 3. 9.) Þessi orð sýna, að það var siður að vegsama Drottin.
Þetta nafn hlýtur að tákna Jesúm Krist. Sbr. 5. 7. „Þreyið því bræð-
ur, þangað til Drottinn kemur.“ Hann og Faðirinn voru vegsamað-
U’ af hinum frumkristnu.
„Ef hjartað ásakar oss ekki, þá höfum vér djörfung til Guðs, og
hvað, sem vér biðjum um, fáum vér hjá honum, af því að vér höld-