Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 108
108
NORÐURLJÓSIB
Eins og yfirforingi í Hernum sagði ég: „Krjúpið að minnsta
kosti.“ . . .
Hún sagði: „Ég finn ekki neitt.“
Ég svaraði: „Biðjið að minnsta kosti. Biðjið Guð að miskunna
sig yfir sál yðar og frelsa yður frá syndum yðar. Segið honum, að
þér treystið Jesú nú í dag.“ . . .
Hún fór að tbiðja, varfærin og efandi: „Kæri . . . Drottinn . . .
miskunnaðu mér . . . syndaranum . . . og frelsaðu — bróðir Hyles,
ég held ég sé byrjuð að finna það — sálu mína. Ég tek nú á móti
Jesú — ég er að finna meira til, bróðir Hyles — sem frelsara mínum
og treysti honum að taka mig til himins. Ég finn til nú! Ég finn til
nú! ÉG FINN TIL NÚ!“ hrópaði hún.
Hún hélt áfram að biðja „bæn syndarans“ og festi traust sitt á
Jesú Kristi ....
Auðvitað frelsaðist liún ekki með því að finna til. Hún frelsaðist
með því að treysta Jesú. (The Sword of the Lord“ desember 1967.)
Frásaga þessi er sett hér þeim til leiðbeiningar, sem er of gjarnt til
að vænta tilfinninga til að staðfesta það, að þeir hafi öðlazt það,
sem þeir biðja Guð um. Hvers sem þér biðjið og beiðizt, þá trúið, að
])ér hafið öðlazt það, og þér munuð fá það.“ Þessi orð Drottins Jesú
í Mark. 11. 24. gera ekki ráð fyrir trausti á tilfinningar, heldur
trúnni á bænheyrslu. „Trúið á Guð,“ sagði hann. Við skulum því
forðast að krefjast þess, að við „finnum“ eitthvað áður en við
treystum Guði.
lír þad bróðir þinn?
Eftir Edin Holme.
Það bar til á Englandi, er nokkrir menn voru að grafa brunn, að
brunnurinn hrundi saman. Einn mannanna var niðri í hrunninum,
og það leit ekki út fyrir, að það væri hægt að bjarga honum. Félagar
hans byrjuðu samt strax að grafa.
Meðal þeirra, sem horfðu á, var maður einn með hendurnar djúpt
niðri í buxnavösunum. Hann sagði: „Þetta er gagnslaust, honum
verður ekki bjargað.“ Þá sagði maðurinn, sem stóð næstur honum:
„Veizt þú ekki, að það er bróðir þinn, sem er niðri í brunninum>?“