Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
Gook, en Reykjavík væri þó starfsstaðurinn, sem mér væri ætlaður.
En mig skorti alla reynslu í sambanói við kristilegt starf, nema
biblíulestrahópinn í kennaraskólanum og svo á Vífilsstöðum og
Akranesi. Vegna þeirra kenninga í kennaraskólanum, sem rifu nið-
ur kristna trú og biblíutrú, fannst mér nauðsynlegt, að trúaður mað-
ur kæmi þangað, er ég var farinn, sem héldi á loft merki biblíunnar
og hefði þar biblíulestra.
Nú er þess að geta, að unglingsmaður úr Húnavatnssýslu, Helgi
Tryggvason frá Kothvammi, hafði verið hjá mr. Gook um hríð. Er
hann vildi fara að menntast meir, hittumst við í Reykjavík árla vors
1925 og ræddum margt. Kom þar, að við urðum ásáttir um að
skipta. Ég ætlaði að fara til mr. Gooks. Helgi ætlaði í kennaraskól-
ann og halda þar á loft því merki, sem ég hafði lítillega lyft frá
jörðu. Hvorugur okkar vissi þá, með hvaða hætti það varð.
Hér verð ég að gera þá játningu, að ég hafði frá því ég var nokk-
uð lítill, þjáðst mjög af feimni, kjarkleysi. Fylgdi það mér eins fast
og Beygur hinn mikli fylgdi Pétri Gaut í samnefndu leikriti Ibsens.
Þegar ég fann mr. Gook, sem þá var staddur í Reykjavík, sagði ég
honum frá ákvörðun okkar Helga. Brást hann glaður við, en sagði
þó á þessa leið: „Þú hefir sjálfsagt beðið mikið um þetta?“ Um leið
lagðist hugleysið yfir mig, og svar mitt var: „Já.“ En samvizkan
sagði mér, að ég hefði ekki beðið mikið um þetta. Eitthvað hafði ég
talað um þetta við Guð í bæn. En þetta spor var í samræmi við það,
sem ég hefi áður getið. Mér hafði fundizt, að ég ætti að vera eitthvað
hjá mr. Gook, svo að ég býst við, að mér hafi virzt, að ég þyrfti ekki
að biðja mikið um leiðbeining. Hún væri þegar komin. En þetta
þorði ég <með engu móti að segja honum. Ótti við menn er andlegu
lífi skaðræði.
Hugleysið hafði áður leikið mig grátt oft og mörgum sinnum og
átti eftir að gera það. Eg hafði ekki þorað að láta skírast niðurdýf-
ingarskírn, þótt ég vissi, að sú ein skírn var tíðkuð i fyrstu frum-
kristni. En þeirri gerð kristninnar vildi mr. Gook fylgja í trú, siðum
og starfi. En ég hafði áður verið af Guði knúinn til að ákveða að
stíga þetta spor. Var ég því skírður samkvæmt fyrirmynd Krists og
frumkristinna manna og eftir boði Drottins á hvítasunnudagsmorg-
unn, 31. maí. Var það 12 árum og 20 dögum síðar en ferming mín
í lúterskri kirkju. Þá var full kirkja, og það var salurinn á Sjónar-
hæð líka. Meðal viðstaddra var fyrrverandi skólasystir mín, er þá