Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 121
NORÐURLJÓSIÐ
121
kristnir menn“ gengu í bandalag, sem stjórnin viðurkenndi. Fengu
þeir að hafa kirkjur opnar í Moskvu, en stjórnin kom inn mönnum,
sem auka vildu og efla áhrif ríkisins meðal þeirra. Árið eftir sam-
einuðust Hvítasunnumenn þessu samhandi, en flestir þeirra fóru úr
því ári síðar. Lögum samkvæmt er leyfilegt að opna fleiri kirkjur
eða fá söfnuði staðfesta. En slíkt leyfi fæst varla. Á síðasta áratug
hefir um helmingi kirknanna í Rússlandi verið lokað.
Margt trúað fólk var óánægt með þessa sameiningu og þá íhlutun
af ríkisins hálfu, sem hún gaf efni til. Áleit það, að engin blessun
Guðs gæti fylgt þessum kirkjum. En reynslan hefir sýnt, að hún
hefir samt sem áður fylgt þeim. Mætti segja, að varfærnasta fólkið
hallist helzt að þeim.
Oánægða fólkið kom og kemur saman í heimahúsum eða heldur
útisamkomur, þegar veður leyfir. Skeytir það hvorki um skömm eða
heiður, heldur það eitt: að boða Krist og vinna sálir honum til
handa. Ur hópi þessa fólks hefir fjöldi manna verið fangelsaður um
skemmri eða lengri tima. Margir hafa liðið mikið og þjáðst. En
með mótmælum sínum áunnið þó meira frelsi. T. d. voru 47 nýir
söfnuðir löggiltir árið 1967, þar af 12 í Moskvu. Margir úr hópi
þessarar frjálsu, ekki kirkjubundnu hreyfingar, eru þó viðurkenndir
að vera frábærlega góðir borgarar, sem trúfastlega leysa af hendi
allar skyldur sínar gagnvart ríkinu. En þeir krefjast þess réttar, að
mega boða trú sína á Krist.
í Rússlandi er svo einnig hin svo nefnda „neðanjarðar kirkja“.
Hún lætur sig engu skipta boð eða bönn eða varfærni, hugsar mest
um að vinna fólk til fylgis við Krist. Sagt er að fólk í háum —
sumir segja jafnvel æðstu — stöðum í Rússlandi sé í „neðanjarðar
kirkjunni“. Það er staðhæft, að frú Anna Kosigyn, sem nú er nýlega
látin, hafi tilheyrt henni.
I söfnuðum þeim eða kirkjudeildum, utan grísk-kaþólsku kirkj-
unnar, sem stjórnin hefir viðurkennt, er talið að séu um 500.000
manns. En í hinum, sem enga viðurkenningu hafa hlotið, geti verið
allt að fjórar milljónir. En þetta veit enginn maður. „Drottinn þekk-
ir sína,“ og það er nóg.
I Úkraínu hefir lengi verið sterkt og blómlegt trúarlíf. Hjón af
úkraínskum ættum, búsett í Bandaríkjunum, fóru þangað í heimsókn
til ættingja sinna (líklega árið 1968). Þau komust að þeirri niður-
slöðu efdr mikið ferðalag þar, að á sumum stöðum væru nálega