Norðurljósið - 01.01.1970, Page 163
NORÐURLJÓSIÐ
163
Hann var eilíft bjarg,
samt sukku fætur hans í „botnlausa leðju.“
Hann var sonur Guðs,
samt dó hann líkt og illvirki.
Hann var heilagur, óflekkaður frágreindur syndurum og þekkti ekki
samt var hann gerður að synd á krossinum. synd,
Hann var ljónið af ættkvísl Júda,
samt var hann leiddur sem lamh til slátrunar.
Hann var rótarkvistur og kyn Davíðs,
samt óx hann upp sem rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann bar af tíu þúsundum, og allur var hann yndislegur,
samt var ritað: Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss
gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.
Ætterni hans var frá fortíðardögum,
samt var hann afmáður í blóma lífsins.
Hann var eilífðar-faðir,
samt varð hann smábarn í jötu í Betlehem.
Hann var almáttugur Guð,
samt var hann krossfestur í veikleika.
Hann ber alla hluti með orði máttar síns,
samt kom engill til hans í grasgarðinn til að styrkja hann.
Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs,
samt var ásýnd hans afskræmd framar en nokkurs manns.
011 fylling guðdómsins dvelur í honum líkamlega,
samt tók hann á sig þjónsmynd (þrælsmynd er gríska orðið)
og varð mönnum líkur.
(Ur „Things Concerning Himself.“)
4. Þegar ég er hræddur.
Ég er hræddur um, þegar stormar ævinnar koma, að mér fari
heldur oft eins og lærisveinum Jesú, þegar þeir voru á stormæstu
Galíleuvatninu. (Mark. 4. 35.—41.) Þeir voru dauðhræddir. Þeir
sáu, að ástandið var J)að óviðráðanlegt, og þeir voru hræddir um
líf sitt. Þeir voru góðir fiskimenn og vafalaust góðir sjómenn. Nú
voru þeir í kringumstæðum, sem kröfðust meir en þessa. En sá var
í bátnum hjá þeim, sem var meir en jafnoki kringumstæðnanna.
Hann var herra vinds og vatns. Á siglingunni leyfði Jesú lærisvein-