Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 72

Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 72
72 NORÐURLJÓSIÐ rangt til eða þeir þér, þarítu ekki, að bjóða Drottni þínum og frels- ara að koma af nýju inn í hjarta þitt og taka öll yfirráð þar? Nálega í upphafi máls míns sagði ég frá gamla 0. B. D. Nú skal ég segja meir frá honum. Hann hafði eins og áður var sagt drukkið alla ævi. Engum kom til hugar og honum sjálfum hvað sízt, að þetta mundi nokkru sinni breytast. Þá bar svo til dag nokkum, að herflokkur kom skálmandi inn í hverfið, þar sem 0. B. D. átti heima. Sá herflokkur var þó 'hvorki úr landher eða flota Breta. Með glymjandi lúðrablæstri, dynjandi bumbuslætti og hljómfögrum söng gekk flokkur úr Hjálpræðishern- um þarna um. Allir vildu sj á og heyra, hvað um væri að vera. Mig minnir, að numið væri staðar stutta stund, vitnað um frelsandi kraft Krists, sem alla gæti frelsað. Ollum var svo boðið að sækja samkom- ur hjá Hernum á tilteknum stað. Er þar skemmst frá að segja, að gamli 0. B. D. fór að sækja þessar samkomur, sömuleiðis kona hans og sonur. Þar mættu þau öll Kristi. Kraftaverk gerðist. Gamli 0. B. D. varð að nýjum manni alveg eins og Zakkeus. Ævilangir áfengis- fjötrar féllu af honum sem álagahamur í ævintýri. A honum rættist orðið, sem ritað er í bihlíunni: „Ef þannig einhver er í Kristi, er hann ný skepna — ný sköpun mætti líka segja — hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt.“ (2. Kor. 5. 17.) Það var atvinna 0. B. D. að bera út blöð. Þegar hann var hættur að þjóna Bakkusi en farinn að þjóna Kristi, talaði hann um Meist- ara sinn, hvenær sem hann gat komið því við. Leið hans lá inn í bjórstofurnar, þar sem hann hafði áður setið og drukkið. Nú kom hann með blöðin og vitnisburðinn. Ekki fór hjá því, að allir sáu, að eitthvað hafði gerzt, er gerbreytt hafði gamla 0. B. D., en hvað skyldi þessi breyting ná djúpt? Þetta varð að reyna. Maður nokkur þeytti fullri bjórkollu beint í andlit 0. B. D. Hann rauk ekki upp eða reiddist. Stillilega þerraði hann andlitið með vasaklútnum og hélt svo sína leið. Þegar við lesum eða heyrum slíkar sögur sem þessar af þeim Zakkeusi og gamla 0. B. D., vaknar þá ekki þessi hugsun hjá okk- ur: „Það, sem Jesús Kristur gerði fyrir þessa menn, það getur hann líka gert fyrir mig“? Gallar okkar geta legið á öðru sviði en þeirra, verið á lægra stigi og verið miklu virðulegri í augum manna. En við megum ekki gleyma því, að í augum Guðs er syndin alltaf synd, brot á lögum hans, ósamræmi við eðli hans, ósamþykk vilja hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.