Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 146
146
NORÐURLJÓSIÐ
um. En hún var glöð að komast frá þessum vonda manni, og
svo fylgdi hún trúboðanum og ókunna manninum út úr þorp-
inu. Þegar þau komu út á stóra þjóðveginn, stóð þar bifreið.
Nyille varð mjög hrædd, er þeir sögðu henni að setjast í hana,
og þeir urðu að áminna hana mikið um, að hún mætti ekki
stökkva út úr henni. Þeir óku langa leið í bifreiðinni. En
Nyille sagði, að hún hefði miklu heldur viljað ganga, því að
hávaðinn í bifreiðinni og benzínlyktin urðu til þess, að hún
fékk höfuðverk.
Þau komu loksins að húsi trúboðans. Umhverfis það voru
nokkrir kofar Afríkumanna. Þegar þeir sögðu henni, að nú
mætti hún fara úr bifreiðinni, sá hiin, að hún var fljótlega
umkringd af stúlkum á hennar aldri.
Brátt kom hvít kona til hennar og bauð hana velkomna til
biblíuskóla barnanna. Afríkukona, vingjarnleg á svipinn,
tók í hönd henni og leiddi hana inn í einn kofann. Hún fékk
að vita, hvar dýnan hennar var. Henni var sagt, að nú yrði
hún að þvo sér, síðan þyrfti að klippa af henni hárið, svo
að hún yrði laus við litlu „íbúana“, sem tekið höfðu sér ból-
festu í hárinu og ónáðað hana svo mikið.
Er hún hafði þvegið sér, „rakaði“ konan vingjarnlega hár-
ið af henni. Nyille sá, að margar af hinum stúlkunum höfðu
verið rakaðar líka. Hún fékk að vita, að þetta voru stúlkar,
sem höfðu verið þar aðeins stuttan tíma.
Allt kom þetta henni ókununglega fyrir sjónir. En hún
varð brátt vinstúlka hinna telpnanna. Glöð var hún yfir því,
að fá að vera hér í stað þess að eiga heima hjá gömlu hjón-
unum.
Þegar borinn var inn maturinn, tók hún eftir því, að stúlk-
urnar allar lutu höfði, eins og hún hafði séð, að ókunni mað-
urinn gerði, er hann fékk mat í þorpinu þeirra. Þær sungu
nokkra fallega söngva og báðu áður en þær lögðust á dýnurn-
ar sínar. Nyille fann, að hún væri komin á stað, þar sem hún
gæti leitað Guðs og lært að þekkja hann vel.