Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 147
NORÐURLJÓSIÐ
147
Eftir morgunverð var lítilli klukku hringt. Nyille spurði,
hvað þetta ætti að merkja. „Ó,“ sagði ein af stúlkunum, „nú
eigum við allar að fara yfir í hús hvítu konunnar og læra að
lesa. Það gerum við bæði kvölds og morgna.“
Nyille fylgdist með. Er kventrúboðinn hafði beðið með
]>eim, fékk hún þeim öllum eitthvert smávegis verkefni. Síð-
an sagði hún Nyille, að hún skyldi setjast við hlið hennar.
Síðan sýndi hún henni litla bók með nokkrum merkjum, sem
Nyille skildi ekki. Hvíta konan var mjög þolinmóð og reyndi
að skýra fyrir Nyille, hvað þessi merki táknuðu.
Um kvöldið sá Nyille stúlkurnar með bækur, og hún skildi,
að þær gátu lesið öll merkin, sem stóðu í þeim, og að merk-
in gátu talað. Hún ákvað því, að næsta dag skyldi hún
reyna að skilja þessi merki, sem hvíta konan kallaði orð.
Trúboðinn sagði NyiIIe, að Jesús gæti gert hana færa um
að skilja þessi merki, ef hún bæði bann um hjálp. Þá gæti
hún skilið orðin í heilögu bókinni hans, og trúboðinn bað
með henni.
Guð hjálpaði Nyille, og það leið ekki á löngu áður en hún
gat lesið. Hún varð svo dugleg lítil aðstoðarstúlka í húsinu
og líka að sækja vatn og eldivið, svo að hún varð skólaprýði.
Hún lærði meira en að lesa, hún lærði að sauma fötin sín.
Skólinn varð henni kærasti blettur á jörðu. Er tímar liðti
fram, g'leymdi hún alveg árunum erfiðu, er hún hafði verið
ambátt.
Við sögu þessa má bæta fáeinum orðum. Drottinn Jesús
sagði: ,.Sá, sem syndina drýgir, er þræll syndarinnar.“ Þeir,
sem stela, Ijúga eða svíkja loforð sín, eru þrælar þessara
synda, séu þeir drengir, en ambáttir þeirra, séu það stúlkur,
sem gera þetta. Nville hefði aldrei losnað frá vondu hjónun-
um, hefði trúboðinn ekki komið. Hann frelsaði Nville, og
Drottinn Jesús frelsar okkur frá þessum syndum og öllum
öðrum, þegar við biðium hann að gera bað, biðium af al-
vöru og löngun eftir að losna við allt, sem er rangt. „Kristur