Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 170
170
NORÐURLJ ÓSIÐ
Þakkargerð.
Ég treysti á miskunn þína;
hjarta mitt fagnar yfir hjálp þinni.
Ég vil syngja fyrir Drottni,
því að hann hefir gert vel til mín.
Sálmarnir 13. 6.
Ritningin brýnir mjög fyrir börnum Guðs, að þau séu þakklát og
þakki Guði. „Gerið þakkir í öllum hlutum, því að það hefir Guð
kunngert yður sem vilja sinn fyrir Krist Jesúm.“ (1. Þess. 5. 18.)
„I öllum hlutum? I hinum erfiðu líka?“ Vitaskuld, af því að „allt
samverkar þeim til góðs, sem Guð elska.“ Þakkargerð er sigursöng-
ur trúar vorrar og harnslega traustsins er Guð hylur ásjónu sína á
erfiðu stundunum. Guði lætur hann vel í eyrum. „Sá, sem færir
þakkargerð að fórn, heiðrar mig,“ segir hann á einum stað í orði
sínu.
BÆNIN.
Verið stöðugir í bæninni og árvakrir í henni og þakkið.
Kólossubréfið 4. 2.
Drottinn Jesús sagði:
Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni; biðjið, og þér
munuð öðlast. — Jóhannes 16. 24.
Þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans, að ef vér biðjum
um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss.
1. Jóhannesar bréf 5. 14.
Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gerið
í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt
þakkargerð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varð-
veita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. — Fil.br. 5. 5.—7.
Boð lil vor.
Treystu honum ávallt, þú þjóð,
úthellið hjörtum yðar fyrir honum;
Guð er vort hæli.
Sálmarnir 62. 9.
Bænin, þessi „lykill að Drottins náð,“ eins og komizt er að orði
í Passíusálmunum, á að vera stei'kur þáttur í lífinu nýja með Kristi.