Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 6
6 NORÐURLJÓSIÐ Næsta dag kl. 6 síðdegis lögðum við af stað með góða skipinu Trondur. Heitir það sjálfsagt eftir Þrándi í Götu. Héldum við með því um hálftíma sjóferð til Rúnavíkur. Þar fórum við i land og ókum norður Austurey. Heita má, að landinu hallaði alveg ofan í flæðarmál. Undirlendið, sem er svo víða hérlendis, var þar hvergi að sjá. Leiðin lá fyrst eftir malbikuðuin vegi, en síðar tóku við malarvegir svipaðir vegum hér. Vegurinn lá svo yfir eyna og ókum við þar yfir þrjár byggðir, minnir mig. Hét hin síðasta Norður-Götur. Og þar hjó Þrándur sá, er með mótspyrnu sinni gegn Noregskonungi, gerði nafn sitt og hæjar síns að orðtaki á íslandi. Ég hélt, að hann hefði verið á móti kristnum sið. En ég var fræddur um það, að sálmur væri til eftir hann. Mun sálmur sá eldri en nokkur íslenzkur sálmur, býst ég við. Vegurinn lá svo aftur vestur fyrir eyna, í norður, og loks kom- um við til Leirvíkur. Þar beið ferja, Garðar að nafni, sem fiutti okkur til Klakksvíkur. Lagði skipið að Ibryggju og ætluðum við þar í land, en var gert skiljanlegt, að við ættum að fara af hinum megin fjarðarins, sem þarna er örmjór að kalla. Þar beið okkar Jóhannes á Kósini, og féllumst við karlarnir í faðma og kysstumst að fornum færeyskum og íslenzkum sið. Fór hann með okkur heim til tengdasonar síns og dóttur, og skyldum við öll dvelja þar. Þar héldum við svo til í heila viku og lifðum dag hvern í dýrlegum fagnaði, bæði þar og annars staðar, er okkur var boðið að koma. Fer ekki ofsögum neitt af gestrisni og hjartanleik Færeyinga, er þeir fagna gestum sínum. Svo stóð á, að konungurinn var væntan- legur frá Danmörku í heimsókn í byrjun júlí. Sagði ég í gamni, að þeir væru að æfa sig í að taka á móti kónginum, er þeir tóku okkur svo vel. Hjartanlegri gátu viðtökurnar ekki orðið, þótt kóngurinn ætti í ihlut, en ytri viðhöfn meiri og veizluhöld stærri svo sem stöðu hans hæfði. Vegna langra kynna við íslendinga og dvalar á íslandi á ungum aldri skildi Jóhannes á Kósini mæta vel allt, er við sögðum. En okkur gekk þá ver að skilja færeyskuna, einkanlega mér. Kona mín komst þó furðufljótt niður í því, og gat ég innan fárra daga notað hana sem túlk á þá lund, að hún sagði mér, hvað fólkið væri að segja. Gekk henni og nokkuð vel að gera sig skiljanlega. En það lenti oft í basli fyrir mér, nema ég gæti gripið til ensk- unnar, og það var alloft. Unga fólkið lærir ensku í skólunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.