Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 4
4
NORÐURLJÓSID
afa síns í Færeyjum. Hún spyr, hvort við séum að fara til Færeyja.
Er hún heyrði það, bað hún okkur að 1 íta til með drengnum, sem sé
einn síns liðs, en afi hans komi á flugvöllinn til að taka á móti hon-
um.
Er við höfðum flogið góða stund, kemur flugfreyja og losar um
borðin, sem felld eru inn í bökin á stólunum fyrir framan okkur.
Þetta var ánægjuleg tímastytting að fá góðan morgunverð. Var bor-
ið fram: 2 kexkökur, lítið hveitibrauð, sem við sneiddum sundur
sjálf, smjör, ostur, marmelaði í lítilli plastdós, sykurmolar, innpakk-
aðir tveir og tveir, kaffiholli, egg, hnífur, gaffall og teskeið til að
borða eggið með. Allir fengu kaffi, sem vildu. Við hjónin kusum
gosdrykki og fengum þá. Það var dásamlegt. Það var svo gott við
þorstanum. Nú þarf ég ekki að hugsa meir um maltið, sem ég gat
ekki keypt mér.
Ég fer að stytta mér stundir við að skrifa. Litli drengurinn er
sofnaður, og mér sýnist Elínborg vera að sofna. Ég er að byrja á
sendibréfi. Þá kemur allt í einu tilkynning um, að við förum að
lenda, og okkur er sagt að spenna beltin. Flugvélin lækkar sig, gang-
hljóðið breytist. (Freyðandi öldur sjást í gegnum göt á þokunni,
sker og hólmar \iirðast hera fyrir augu, þá sléttur flugvöllur, og við
erum á jörðu niðri eftir dálítið meira en tveggja stunda flug.) Ég
leiði drenginn út, og afi hans stendur til'búinn að taka á móti honum.
Þegar við komum inn í afgreiðslusalinn, sjáum við strax fólk,
sem við þekkjum. Þarna standa þau Jógvan og Rósa með börn sín
bæði. (Þau höfðu verið á trúaðramóti í Færeyjum og 'heimsótt for-
eldra Jógvans og venzlafólk og vini.) Svo er þar mr. Lowther og
kona hans. Hann er brezkur trúboði, sem heimsótt hefir ísland og
komið oft til Færeyja. Þar eru líka Hans (Sivertsen, sem áður hefir
verið á Islandi) og Brynleif (Hansen, ungur og efnilegur þjónn
Drottins, sem hafði verið beðinn að taka á móti okkur. Okkur skorti
því ekki leiðbeinendur, enda kom það sér vel, ég skildi varla eða
ekki stakt orð, sem sagt var á færeysku, en enska gat bjargað mér.
Við fórum svo í hýruvognur áleiðis til ferjustaðarins, þar sem
farið er yfir lil Straumeyjar, sem Þórshöfn stendur á. Þangað lá því
leiðin fyrst. En ferðinni var þó heitið norður til Klakksvíkur á fund
gamals vinar þar, sem heitir Jóhannes á Kósini. Hann er gamall ís-
landsvinur og les vel íslenzku. Hann hafði dvalið hjá okkur hjón-
um, er hann var á ferð á Akureyri sumarið 1963. Síðan höfðum við