Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 78
78
N ORÐURLJ ÓSIÐ
fyrirmyndinni, svo að þú verður sjálfur að byggja, fylgdu þá vand-
lega fyrirmyndinni frá Guði, en ekki nokkrum mannlegum stíl eða
byggingarlagi.
Rannsakið með hreinskilnu hugarfari (1) hvort nýja testamentið
viðurkenni (samþykki) safnaðasambönd eða einungis marga stað-
bundna, sérstaka söfnuði; (2) hvort hún viðurkenni, að einn mað-
ur stjórni opinberri guðsþjónustu, eða virkilega nálægð og stjórn
heilags Anda; (3) hvort óendurfætt fólk, skírt barnaskírn eða niður-
dýfingarskírn, eigi að vera í söfnuðinum; (4) hvort skírð voru smá-
börn eða fólk, sem persónulega trúði á Krist, og hvort skírnin var
með ádreifingu eða niðurdýfingu.
Þegar slíkar spurningar eða áþekkar vakna, skal þeim svarað
hreinskilnislega með orði Guðs, og verði því Ijósi fylgt, sem þannig
fœst, mun sálin taka 'blessuðum framförum og hljóta fyllra samfé-
lag við Drottin og þekkingu á hugsun hans. Þetta mun leiða til auk-
innar ihæfni til þjónustu og nytsemi í henni með samsvarandi dýrð
handa nafni Drottins og blessun handa inönnum.
(Úr „The Ohurohes of God“ (Söfnuðir Guðs.) Bls. 165—167.)
Ráðgátao: Svik Júdasar Iskaríots
ÚTVARPSERINDÍ.
Hugur mannsins glímir við margar gátur. Sumar þeirra leysir
hann. Á öðrum finnst engin lausn, sem telja megi rétta eða allir
samþykki.
Af hverju sveik Júdas Jesúm Krist? Margir hafa glímt við gát-
una þá, reynt að leysa hana. Meðal þeirra var Goethe, skáldið þýzka,
Gunnar, fyrrum prestur í Saurbæ í Eyjafirði og tveir eða fleiri aðr-
ir íslenzkir menn. En ekki hefi ég lesið þær lausnir, sem þeir gáfu.
Nýverið birti svo tímaritið danska, „Familie Journal“, greinir eftir
Falk-Rönne (1. og 8. apríl 1969). Ritsmíð hans nefnist „Var Judas
ingen forræder?“ (Var Júdas enginn svikari?“) Reynir hann að
ráða þessa gátu og styðst mjög við hók, sem er eftir enskan sagn-
fræðing, Joel Carmichael að nafni.
Hver er svo lausnin eða ráðningin á gátunni hjá Falk-Rönne? í
stórum dráttum er hún þessi: Jesús gerði uppreisn. Hann vopnaði
menn sína. Þeir bertóku musterið og höfðu það á valdi sínu, er