Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 40
40
NORÐURLJÓSIÐ
ekki þeim upplýsingum, sem andar á miðilsfundum gefa um lífið
eftir dauðann. Andarnir verða ærið oft uppvísir að svikum. Það er
miklu öruggara að trúa kenningum heilagrar ritningar, þakka Guði
fyrir að hafa gefið okkur mönnunum son sinn Drottin Jesúm Krist,
festa traust sitt á Kristi og lifa honum: „Hvar sem ég er, þar skal og
þjónn minn vera,“ sagði hann.
Hvar er betra að vera eftir dauðann? S. G. J.
Histök
Járnbrautarlest var að leggja af stað. Hún var í Mílanó og átti að
fara til Bergamo á Norður-Ítalíu.
Tuttugu mínútum eftir brottförina nam hún staðar í Rogodero á
Suður-Ítalíu.
Vélstjórinn undraðist þetta. Rogodero var ekki venjulegur við-
komustaður. Hann stökk út úr vagninum og hljóp til lestarstjórans.
Stöðvarstjórinn kom hlaupandi og krafðist skýringar. Þessir þrír
menn skildu loksins, að lestinni hafði verið vísað inn á rangt 'braut-
arspor í Mílanó, svo að hún fór í suður í staðinn fyrir norður.
Lestinni var snúið við og ekið 32 km aftur til Mílanó. Þá var
henni vikið inn á rétt spor. Klukkustund á eftir áætlun kom hún
til Bergamo.
Einhverjir farþegar hljóta að hafa tekið eftir því, að lestin fór í
öfuga átt. Hafi þeir gert það, minntust þeir ekkert á það við lestar-
stjórann. Sennilega hafa þeir sagt við sjálfa sig, ef ekki við aðra
farþega: „Vélstjórinn veit, hvað hann er að gera og hvert hann er
að fara.“ En það var einmitt það, sem hann vissi ekki. Það hefði
því verið vinarbragð, að benda honum á þetta.
Saga hins „Umdeilda manns“ hér á undan sannar, að lærðir
menn og leiðtogar á trúmálasviðinu geta verið á rangri braut. Sag-
an af Drottni Jesú Kristi er engin helgi-þj óðsögn eða uppspuni.
Hún er veruleiki. Spyrji einhver: „Hvernig get ég vitað, hvort ég
er á réttri braut?“ þá er svar Drottins Jesú þetta: „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið: Enginn kemur til Föðurins, nema fyrir mig.“
Sé hann þér vegur, sannleikur og líf, þá ertu á réttri braut. Kom þú
inn á þennan veg, og þá ertu á réttri braut.
(Þýtt.)