Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 107
NORÐURLJÓSIÐ 107
og fullkomlega elskuverður. Við getum elskað hann, jafnvel þótt
við höfum ekki séð hann, vegna þess að hann bar fram sjálfan sig
sem fórn á krossinum. Golgata var stærsta sýning sannrar elsku,
sem alheimurinn hefir nokkru sinni séð.
Við getum lesið um hann, hinn Blessaða, í nýja testamentinu.
Þar munum við finna ihann, sem allur er yndislegur, hann, sem gaf
sjálfan sig í dauðann á krossinum til að endurleysa okkur, af því
að hann elskaði okkur svo mikið.
(Ghristian Victory — The Sword of the Lord.)
Tilfinningar eða trú?
Sumt fólk heldur, að það sé þörf á sterkum tilfinningum, að finna
eitthvað vera að gerast, þegar það fer að leita Krists og veita honum
viðtöku. En er það nauðsynlegt? Hvað sýnir þessi saga?
Rómversk-kaþólsk kona átti tvær dætur, sem höfðu snúið sér til
Krists á samkomum eða guðsþjónustum hjá dr. Jack Hyles. En hann
vinnur árlega fjölda fólks til trúar á Krist.
Dæturnar áttu það áihugamál, að móðir þeirra skyldi líka leita
Krists og veita honum viðtöku, eins og þær höfðu gert. Þær báðu
því fyrir henni, og það gerði dr. Hyles líka. Kvöld eitt var hún við
guðsþjónustu, og hann fann, að hann ætti að ganga til konunnar,
þegar hann var að kalla fólk til að koma fram og veita Kristi við-
töku.
Haan segir svo þannig frá, dálítið stytt:
„Viljið þér ekki láta frelsast?“ spurði ég.
,.JÚ, ég vildi það,“ svaraði hún. „En ég finn ekki neitt. Þegar ég
frelsast, mun ég finna það.“
„Hjálpræðið er ekki tilfinning,“ sagði ég. „Það er af náð fyrir
trú.“
„En mig langar til að finna það,“ sagði hún.
„Gleymið tilfinningunni,“ svaraði ég . . .
Eg sagði: „Komið inn að altarinu. Við skulum sjá, hvort þér fáið
tilfinninguna þar.“ . . .
Hún fylgdi mér hikandi inn að altarinu. Þegar við komum þang-
&ð, sagði ég: „Við skulum krjúpa og biðja.“ „Það gerir ekki nokk-
urt gagn,“ svaraði hún. „Ég finn ekki neitt.“