Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 33
NORÐURLJÓSIB
33
sem eitra lífið, sé hið særða hjarta algerlega gefið honum og lífið
alveg lagt í hönd hans, iþá verður elska hans að þeirri svalalind, er
hæði laugar hjartasárin og læknar þau.
Kristnilboðinn heimskunni, E. Stanley Jones, segir frá konu, sem
kom til hans. Hún var síhrædd og þjáðist af hj artveikiköstum.
Astæða þeirra var heimilislífið, svo fullt af baráttu. Hún gaf sjálfa
sig Guði, gaf sig alveg og ótta sinn í vald hans. Batinn kom snöggt
og gerbreyting á henni sjálfri. Er læknir hennar sá hana, spurði
hann: „Hvað hefir komið fyrir?“ Hún sagði 'honum það. Hann
mælti: „Ef helmingurinn af sjúklingum mínum hefði það, sem þér
hafið, þá yrðu þeir heilbrigðir. Það er bezt þér segið þeim frá því."‘
I’að mun hún hafa gert, því að eftir sögn prestsins hennar, varð hún
mesti andlegi krafturinn í horginni.
Vínhneigður maður hennar varð fyrir slysi. Þá lagðist hann í of-
drykkju, hrörnaði bæði andlega og líkamlega. Hún gerði allt, sem
hún gat. Ekkert stoðaði. Þá sagði hún í örvæntingu: „Ég á ekkert
eftir, nema Guð.“ Þá laust þeirri hugsun niður í huga hennar: „Ef
þú átt Guð, þá áttu allt.“ Þá var sem hún sæi allan heiminn í nýju
Ijósi. Afstaða hennar til vandamálanna gerbreyttist. Vandamálið
varð ekki lengur neikvætt í huga hennar. Svo fór, að maðurinn
hennar hætti að drekka, og hann dó sem sannkristinn maður.
Við gefum því gaum, að reynsla hennar og Hönnu varð hin sama
að lokum. Báðar fengu sigur. „Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem
mig styrkan gerir,“ ritaði postulinn Páll. Þú getur fengið nógan
styrk frá Guði, ef þú gerir hið sama og þessar konur. Ástand þitt og
vandamál getur naumast verið verra en þeirra.
Vel má vera, að þú hafir leitað ráðlegginga sálfræðinga. Ég geri
ekki lítið úr gildi þeirra, þótt ég segi, að Guð, er skapaði manninn:
anda, sál og líkama, veit til fulls, hvernig á að gera við þær skemmd-
m, sem syndin og Satan, holdið og heimurinn, hafa unnið á meistara-
verki hans, manninum. En Guð vill ekkert káksmíði, engar nýjar
bætur á gamalt fat. Hann vill gera manninn nýjan, endurfæða hann,
láta hann í laug, sem hreinsar hann og læknar um leið. (Hún er nefnd
í biblíunni „laug endurfæðingar og endurnýjunar heilags Anda.“
Guð getur á réttlátan hátt fyrirgefið sérhverja synd okkar, af því að
sonur hans Jesús Kristur, lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur,
svo að blóð hans „hreinsar oss af allri synd,“ eins og ritningin segir.
Þegar við komum til Krists og gefum okkur algerlega Guði, þá