Norðurljósið - 01.01.1970, Blaðsíða 159
NORÐURLJÓSIÐ
159
Mikil bölvun hvílir yfir yður, af því að þér prettiö mig, öll þjóðin.
Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til í húsi
mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Jahve hersveit-
anna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður yfirgnæfanlegri blessun.'1
(Mal. 3. 7.—10.)
(Innskot ritstj. Kristniboð víða um heim líður af fjárskorti, af
því að þeir, sem heima sitja, gefa minna til starfs Guðs en þeir gætu.
Dr. O. J. Smith ákvað að gera söfnuð sinn í Toronto að kristniboðs-
söfnuði. Guð hefir bæði blessað söfnuðinn með álitlegri meðlima-
tölu og líka fólkið sjálft fj árhagslega. Lætur nærri, að 10 manns í
söfnuðinum styrki einn krislniboða. Samsvarar þetta dönsku mál-
tæki, sem hljóðar svo á íslenzku: „Þar sem tíu borða, getur hinn
ellefti etið líka.“)
(11) Erum við heimsleg? Elskum við glys, viðhöfn og sýndar-
mennsku þessa lífs?
„Elskið ekki heiminn ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru.
Ef einhver elskar heiminn, þá er kærleiki til föðurins ekki í hon-
um.“ (1. Jóh. 2. 15.)
12) Höfum við stolið? Tökum við smáhluti, sem við eigum ekki?
„Hinn stelvísi hætti að stela, en leggi hart á sig og geri það, sem
gagnlegt er með höndum sínum, svo að hann hafi eitthvað að miðla
þeim, sem þurfandi er.“ (Efes. 4. 28.)
(13) Geymum við í brjósti beiskju í annarra garð? Er hatur í
hjörtum okkar?
„Sá, sem hatar bróður sinn, hann er í myrkrinu og lifir í myrkr-
inu og veit ekki, hvert hann fer, því að myrkrið hefir blindað augu
hans.“ (1. Jóh. 2. 11.)
„Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að enginn beiskju-
rót renni upp, sem truflun valdi, og margir kunni af henni að saurg-
ast.“ (Hebr. 12. 15.)
(14) Er líferni okkar fullt af léttúð og hégómaskap? Er hegðun
okkar ósæmileg? Virðist heiminum verk okkar sýna, að við séum
með honum?
„Frillulífi og óhreinleiki yfirleitt eða ágirnd á ekki einu sinni að
nefnast á nafn meðal yðar. Svo hæfir heilögum. Ekki heldur sví-
virðilegt tal eða gárungaháttur, sem alls ekki á við, í stað þess komi
miklu fremur þakkargerð.“ (Efes. 5. 3., 4.)
(Innskot ritstj. Það er ekki hlutverk lærisveina Krists, að skemmta