Norðurljósið - 01.01.1970, Page 20

Norðurljósið - 01.01.1970, Page 20
20 NORÐURLJÓSIÐ þeirra og skj öldur.“ „Því heiðin sála setur traust á sverð og stál og herskip ný,“ sagði Ruyard Kipling, hið mikla, brezka skáld. Á miðvikudag lögðu íyrstu þátttakendur í trúaðramótinu í Þórs- höfn af stað frá Klakksvík. Varð ég þeim að sjálfsögðu samferða. Einn þeirra var Dávur Jacobsen, sem verið hafði túlkur minn í báð- um heimsóknum mínum til Klakksvíkur og víðar. Hann hafði dvalið á íslandi á stríðsárunum og lokið iðnskólaprófi í Reykjavík. Kona hans hafði þá einnig verið á íslandi, og þeim var furðu létt að skilja og tala íslenzku enn, þótt svo mörg ár væru liðin 'hjá. Þau voru bæði svo ungleg, að ég átti bágt með að gera mér ljóst, að þau áttu upp- komin börn. Ég stend í stórri þakkarskuld við Dávur, því að auk þess að túlka fyrir mig, hvenær sem þörf gerðist, lét hann sér mjög annt um mig, er við ferðuðumst saman. f Þórshöfn hafði mér verið útveguð gisting hjá kaupmannshjón- um. Heitir maðurinn Rudolph Joensen og rekur mikla klæðaverzlun. Átti ég þar mjög góðu að mæta eins og alls staðar hjá hinum gest- risnu Færeyingum. Rúmlega 104 árum fyrr en mótið í Þórshöfn var um miðjan nóv. 1969 steig ókunnur, erlendur maður fæti á land í Þórshöfn í Færeyj- um. Hann hét William Sloan og var skozkur að ætt. Hann hafði heyrt kall Drottins: að fara til Færeyja og boða þar orð lifandi trúar á Drottin Jesúm Krist. Hann kunni ekki mál landsmanna, átti ekkert að styðjast við, nema fyrirheit Drottins: „Sjá, ég er með yður alla daga.“ 1 Færeyjum beið hans verk brautryðjandans. Ekki var það alltaf létt. Þar sem hann kenndi samkvæmt boði Drottins, að skíra þá, sem gerast lærisveinar hans, var litið á hann sem villutrúarmann, og þá stundum úthýst þar, sem hann kom. Hann var gæddur mjög fagurri söngrödd, og fólk vildi fúslega hlusta á söng hans, svo að hann kom oft í hús og söng og vitnaði. Börnin 'löðuðust mjög að honum. Margoft lagði ihann hönd á höfuð þeirra og sagði um leið: „Trúðu á Jesúm“. Smám saman vandist fólk honum og fór að hlusta á 'hann. Sivo tóku menn að frelsast og voru skírðir. Magnaðist þá mótstaðan, en andlega blessunin óx að sama skapi. Undireins og kominn var ofur- lítill hópur trúaðs fólks í Þórshöfn, voru haldnar útisamkomur, og þannig náði orðið til margra. Eftir 15 ára starf var reistur san> komusalur í Þórshöfn. Þá var byrjað þar sunnudagaskólastarf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.