Andvari - 01.01.1974, Síða 136
ÓLAFUR BJÖRNSSON
ANDVARI
134
versnaði eftir miðja öldina. Það varð
búnaðarfélögunum, sem að jafnaði voru
eitt í hverjum hreppi, til frekari eflingar,
að 1888 var ákveðið að styrkja nokkuð
starfsemi hreppabúnaðarfélaganna. Þá
hlaut það og að verða lyftistöng búnaðar-
fræðslu í landinu, að á árunum 1880-89
voru stofnaðir ekki færri en 4 búnaðar-
skólar, hver í sínum landsfjórðungi, sá
fyrsti þeirra árið 1880 í Ölafsdal í Dala-
sýslu.
ASrar atvinnugreinar en landbúnaður
og sjávarútvegur, svo sem iSnaður, verzl-
un og samgöngur, voru að vísu vaxandi
síðustu áratugi 19. aldar, en höfðu þó
T ímabilið
Það er fyrst upp úr aldamótum, sem
hægt er að segja, að „iðnbyltingin" svo
nefnda, sem gjörbreytt hafði allri tækni
og leitt til stóraukinna framleiðsluaf-
kasta í iðnvæddum löndum, héldi innreið
sína í íslenzka atvinnuvegi. Upphaf þess
var, að gufuskip voru tekin í notkun við
fiskveiðar. Var þar fyrst og fremst um
togara að ræða. En árið 1905 hófst út-
gerð fyrsta togarans í eigu íslendinga, en
það var togarinn Coot, sem gerður var út
frá Hafnarfirði. Tveim árum áður hafði
lítið gufuskip verið gert út til fiskveiða
frá Mjóafirði. Næstu ár bættust svo
smám saman fleiri og fleiri togarar í fisk-
veiÖiflotann, þannig að þegar heimsstyrj-
öldin fyrri brauzt út 1914, voru togararn-
ir orÖnir 20 talsins. Þessi mikla aukning
fiskveiðiflotans með nýtízku skipum á
þeirra tíma mælikvarða hefði ekki verið
möguleg, ef ekki hefði einmitt upp úr
aldamótunum borizt mikið erlent fjár-
magn til landsins með stofnun fslands-
banka, er tók til starfa árið 1904. Hluta-
fé bankans var 2 milljónir kr., sem var
um aldamót sáralitla þýðingu fyrir þjóð-
arbúskapinn, þar scm aðeins um fimm
hundraðshlutar þjóðarinnar höfðu fram-
færi sitt af þessum atvinnugreinum öll-
um til samans.
Á sviði samgöngumála mátti þó telja
það merkan viðburð, að árið 1894 voru
fyrst sett vegalög hér á landi, þar sem
ákveÖiÖ var, að landssjóður skyldi kosta
lagningu akvega frá helztu bæjum út á
landið. AS vísu varð það ekki fyrr en
alllöngu síðar, að lög þessi fóru að hafa
raunhæfa þýðingu, því að engir akfærir
vegir voru enn til hér á landi um alda-
mót.
1900-1914.
mikið fé á þeim tíma miðaS við íslenzkar
aðstæður. Nær öllu þessu fé hafði verið
safnað í Danmörku og Noregi. Það er
því engin tilviljun, að togaraútgerð fs-
lendinga hæfist samtímis stofnun íslands-
banka, því að án fjármögnunar frá bank-
anum hefðu íslendingar ekki verið þess
megnugir að festa kaup á svo dýrum
skipum og reka þau í svo stórum stíl sem
nú gerðist.
Önnur tæknileg nýjung á sviði fisk-
veiða kemur einnig til sögunnar upp úr
aldamótum, en það voru mótorbátarnir,
er komu í stað seglskipanna og róðrar-
bátanna. Árið 1902 er talið að mótor hafi
fyrst verið settur í íslenzkan fiskibát.
Þessi þróun var þó hægfara fram að
fyrri heimsstyrjaldarárunum, þannig voru
t. d. árið 1912 aöeins skráðir hér á landi
8 mótorbátar stærri en 12 tonn. En á
styrjaldarárunum og einkum þó eftir hana
fór mótorbátum mjög fjölgandi á kostnaÖ
hinna frumstæðari fiskibáta.
í kjölfar þeirrar aukningar og endur-
bóta fiskiskipastólsins, sem átti sér stað