Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 60
eins og áður er rakið. Um ítarlegri umfjöllun um þessar reglur vísast til þeirra fræðirita sem getið er í neðanmálsgreinum. 2.2 Rangar upplýsingar við samningsgerð í 4.-10. gr. VSL er að finna reglur um áhrif þess að vátryggingartaki hefur gef- ið rangar upplýsingar við gerð vátryggingarsamnings. Við gerð samningsins sam- þykkir félagið, gegn greiðslu iðgjalds, að greiða vátryggðum bætur verði tiltekin áhætta virk. Félaginu er nauðsyn á réttum upplýsingum um þá áhættu sem það yf- irtekur þar sem á þeim getur oltið hvort félagið vill á annað borð taka að sér við- komandi tryggingu, auk þess sem iðgjaldaútreikningar, val skilmála og ákvörðun um hvort og að hve miklu leyti félagið skuli endurtryggja ábyrgð sína, byggjast á þeim upplýsingum.6 Fyrir tilkomu laga um vátryggingarsamninga á Norðurlönd- unum voru reglur um áhrif rangra upplýsinga við gerð vátryggingarsamninga afar strangar í garð vátryggingartaka og vátryggðs þar eð réttarsamband þeirra og fé- lagsins valt á uberimae fidei, þ.e. að samningurinn var ógildur ef gefnar voru rangar upplýsingar eða vanrækt var að gefa upplýsingar sem þýðingu gátu haft fyrir félagið, óháð góðri trú vátryggingartaka.7 Reglur VSL eru að þessu leyti mun mildari í garð vátryggðs og miða að því að vemda hann hafi vátryggingar- taki gefið upplýsingar, sem varða áhættu félagsins, í góðri trú.8 Verður þá réttar- staða vátryggðs sem réttar upplýsingar hafi verið gefnar. Samkvæmt 1. mlsl. 4. gr. VSL er vátryggingarsamningur ekki skuldbindandi fyrir félagið hafi vátryggingartaki gefið rangar upplýsingar sviksamlega. Sam- kvæmt 2. mlsl. sömu greinar gildir sama regla ef óheiðarlegt má telja af vá- tryggingartaka að bera samninginn fyrir sig.9 Akvæði 5. gr. VSL veita vátryggingartaka ríkari vernd en ella væri sam- kvæmt almennum reglum samningaréttar þar sem félagið ber í raun áhættuna af því að upplýsingar vátryggingartaka séu réttar, svo lengi sem hann var í góðri trú þegar hann gaf þær.10 I 6. gr. VSL er fjallað um þau tilvik þegar vátryggingartaki hefur gefið rang- ar upplýsingar í vondri trú án þess að um svik sé að ræða,11 þ.e. þegar vátrygg- ingartaki hefði mátt sjá að upplýsingamar sem hann gaf voru rangar. í þeim til- 6 Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 23 og Lyngsð, (1994), bls. 104. 7 Lyngsð, (1994), bls. 104. Hugtakið, er vísar til þessarar ströngu reglu, er réttar ritað uberrimae fidei, sbr. Bennet: Dictionary of Insurance. (1992), bls. 333 og 341. 8 Einungis þær upplýsingar, er varða þá áhættu sem félagið tryggir gegn, falla undir 4.-10. gr. VSL, sbr. Lyngsp, (1994), bls. 106. Hér fyrir utan falla því upplýsingar vátryggingartaka um önnur atriði, svo sem getu hans til greiðslu iðgjalds, eins og m.a. kemur fram í dóminum í NRT 1991:1001 (NH). 9 Hugsanlega verður vikið frá því sem virðist skýrt orðalag ákvæðisins, þannig að vátryggður fái bætur ef hinar röngu upplýsingar varða ekki þá áhættu sem varð virk, sbr. Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 24-25 og Lyngso, (1994), bls. 113-114. 10 Lyngs0: Forsikringsavtaleloven med kommentarer. 4. útgáfa (1992), bls. 60 og Lyngsd, (1994), bls. 124. Hugsanlega má telja vátryggingartaka bera skyldu til að tilkynna félaginu um að hann hafi gefið rangar upplýsingar fái hann síðar vitneskju um það, sbr. Lyngsp, (1994), bls. 128 og áfram. 11 Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 27. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.