Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 66
skyldu til að fara að fyrirmælum sem félagið hefur gefið í því augnamiði að
varna því að vátryggingaratburðurinn gerist eða draga úr afleiðingum hans, hvíl-
ir almenn skylda á viðkomandi til að koma í veg fyrir að vátryggingaratburður-
inn gerist og draga úr afleiðingunt hans.41 Ákvæði 124. gr. VSL verður auk þess
einungis beitt ef vanræksluna má rekja til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis, en
samkvæmt 51. gr. laganna nægir einfalt gáleysi til að valda vátryggðum missi
bóta.42 Þá er það félagið sem ber sönnunarbyrðina fyrir því að vanræksla þess
sem tryggður er hafi aukið tjónið samkvæmt 124. gr. laganna. Loks skal nefnt að
vanræksla samkvæmt 124. gr. getur verið afsakanleg þannig að það komi vá-
tryggðum ekki í koll ef það hefði leitt til óhæfilegrar skerðingar á sjálfsákvörð-
unarrétti þess sem tryggður er, að fullnægja fyrirmælum félagsins.
Ekki er gert ráð fyrir varúðarreglum í líftryggingum í VSL en þó er þar ekk-
ert sem bannar þær.43
3. HVERSU LANGT NÆR HEIMILD FÉLAGSINS TIL AÐ TAK-
MARKA ÁBYRGÐ SÍNA?
3.1 Hugtökin ábyrgðartakmörkun og hlutlæg ábyrgðartakmörkun
I vátryggingarskilmálum kemur jafnan fram til hvaða áhættu tryggingin tek-
ur, hvaða hagsmunir eru tryggðir, varúðarreglur sem vátryggður eða aðrir skulu
fylgja og ýmis almenn ákvæði er varða trygginguna. Á einn eða annan hátt af-
marka slík ákvæði þá ábyrgð sem félagið ber að lokum ef vátryggingaratburð-
urinn gerist. Verða slík ákvæði hér einu nafni nefnd ábyrgðartakmarkanir.44 í
umfjölluninni hér á eftir verður leitast við að greina á milli þeirra ábyrgðartak-
markana annars vegar sem skýra ber með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum
VSL og hins vegar þeirra sent gilda fullum fetum (samkvæmt orðanna hljóðan)
óháð hinum ófrávíkjanlegu reglum VSL. Verður vísað til þeirra síðamefndu
sem hlutlœgra ábyrgðartákmarkana. Er það notað sem þýðing á því sem nefnt
hefur verið „objektiv ansvarsbegrænsning“ á dönsku.45
41 Drachmann Hentzon og Christensen: Lov om forsikringsaftaler. II. hluti. 2. útgáfa (1954), bls.
636 og Lyngso, (1994), bls. 307.
42 Drachmann Bentzon og Christensen, (1954), bls. 636 og LyngsO, (1994), bls. 308.
43 Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 70 og Lyngso, (1994), bls. 306. Um varúðarreglur sjá nánar
Selmer, bls. 177 og áfram; Sorensen. (2002), bls. 196 og áfram og LyngsO, (1994), bls. 295 og á-
fram.
44 Sbr. Lyngso, (1994), bls. 32 og yfirskriftina „Almindelige Begrænsninger af Selskabets Ansvar“
í 5. kafla í Sindballe, (1948), bls. 99 þar sem m.a. er fjallað um gildissvið ófrávíkjanlegra reglna
FAL. Hér má þó hafa í huga að það er e.t.v. ekki nákvæmt í öllum tilvikum að ræða um takmörk-
im á ábyrgð félagsins, þar sem með því er gefið í skyn að ella tæki félagið að sér tryggingu allra
hagsmuna vátryggðs. I sumum tilvikum, sbr. t.d. kafla 3.9.1, er t.a.m. nær að segja að um sé að ræða
afmörkun eða tilgreiningu þeirrar áhættu sem félagið tryggir gegn, líkt og réttara er að segja að í
kaupsamningi sé um að ræða tilgreiningu á hinu selda fremur en að þar sé um að ræða „takmörk-
un á söluandlagi".
45 Sbr. t.d. Sorensen: Den private Syge- og Ulykkesforsikring. (1990), bls. 205. Þá hafa einnig ver-
ið notuð hugtökin „afgrænsning af selskabets risiko“, sbr. LyngsO, (1994), bls. 32, og „objektive
60