Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 71
um. Til síðamefnda flokksins heyri hins vegar fyrirmæli um hegðun vátryggðs. Sé ekki
farið að þeim verði félagið laust úr ábyrgð ef uppfyllt eru skilyrði ófrávíkjanlegra reglna
FAL um sök.63 Hellner viðurkennir að það geti verið miklum vandkvæðum bundið að
greina þessa tvo flokka í sundur í framkvæmd. Ekki megi leggja allt sitt traust á þá leið-
beiningarreglu að ákvæði sem varða á einn eða annan hátt hegðun vátryggðs falli í síð-
ari flokkinn, og beri þ.a.l. að skýra með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum FAL, enda
geti hlutlægar ábyrgðartakmarkanir einnig falið í sér skírskotun til hegðunar vátryggðs.
Hellner telur að þegar greint sé á milli hlutlægra ábyrgðartakmarkana annars vegar og
ákvæða sem leggja skyldur á vátryggðan hins vegar megi styðjast við mörg atriði til
leiðbeiningar, sem meðal annars megi lesa úr tilteknu mynstri eða formi sem hvor flokk-
ur um sig fylgir. Það eigi einkum við að því er varðar skilmálaákvæði sem skýra ber
með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum FAL, enda sé þar við lögin um vátryggingar-
samninga að styðjast. Á hinn bóginn fylgi hlutlægar ábyrgðartakmarkanir síður nokkru
mynstri þar sem beiting þeirra sé ekki bundin í settum lögum.64 Hellner telur að kenn-
ingar fræðimanna fyrir og um miðja 20. öldina, sem hann rekur í grófum dráttum, komi
að litlu gagni, og af mörgum fræðimönnum, sem um málið hafi fjallað, sé Schmidt sá
eini sem raunverulega leitist við að setja fram reglu í þessum efnum. Hellner kveðst hins
vegar ekki geta tekið heils hugar undir kenningar hans þar sem í umfjöllun hans skorti
rannsókn á heildarmynstri þeirra ófrávíkjanlegu reglna sem til skoðunar séu.65 Hellner
telur að ekki sé alltaf skýr munur á tilgangi hlutlægra ábyrgðartakmarkana annars veg-
ar og skilmálaákvæða sem falla undir ófrávíkjanlegar reglur FAL hins vegar, enda geti
báðum flokkunum verið ætluð tiltekin vamaðaráhrif. Þá ráðist það af báðum flokkun-
um hver ábyrgð félagsins verður á endanum. í framhaldi af þessu veltir Hellner upp
þeirri spumingu hvers vegna sé einungis að finna reglur í FAL um skilyrði beitingar var-
úðarreglna og ákvæða um aukna áhættu, en þar sé hvergi að finna reglur um hlutlægar
ábyrgðartakmarkanir.66 Hellner nefnir þrjár hugsanlegar orsakir þess. / fyrsta lagi geri
eðli vátrygginga það að verkum að nauðsynlegt sé að félagið hafi fullt frelsi til þess að
ákveða gegn hvaða áhættu það tryggir. / öðru lagi velji vátryggingartakar sér tryggingu
fyrst og fremst eftir því til hvaða áhættu hún tekur, en síður eftir því hvaða varúðarregl-
ur hún hafi að geyma. Því sé rétt að játa félaginu frelsi í þeim efnum. íþriðja lagi hafi
verið stefnt að því með ófrávíkjanlegum reglum FAL að koma í veg fyrir skilmála-
ákvæði sem væru of ströng í garð vátryggðs, hegðunar hans o.s.frv.67 Þrátt fyrir ítarlega
umfjöllun Hellner er niðurstaða hans í raun sú að þegar allt komi til alls sé ekki unnt að
gefa neina algilda reglu um hvemig draga skuli mörk á milli hlutlægra ábyrgðartak-
markana annars vegar og þeirra skilmálaákvæða sem heyra undir ófrávíkjanlegar regl-
ur FAL hins vegar. Þó megi hafa hliðsjón af ýmsum sérregium í FAL, sem nái til ým-
issa takmarkatilvika sem ella féllu e.t.v. utan giidissviðs laganna, t.d. 62., 63., 67., 68.
63 Hellner, (1955), bls. 6 og „Hur begránsar lagstiftningen de svenska försakringsbolagens hand-
lingsfrihet?“ NFT 1956, bls. 259.
64 Hellner, (1955), bls. 8-9. Hellner rekur síðan í grófum dráttum helstu einkenni reglna FAL um
aukna áhættu og varúðarreglur. Umfjöllun hans beinist hins vegar einkum að ahrifum beitingar
þeirra reglna, en stoðar lítt við lausn þess vandamáls sem hér er til skoðunar og verður því ekki
rædd frekar.
65 Hellner, (1955), bls. 26-27.
66 Hellner, (1955), bls. 29.
67 Hellner, (1955), bls. 30-31.
65