Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 87

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 87
um upphaf og lok þeirrar vátryggingarvemdar sem það veitir.119 í öllu falli má sugja að sú útleiðsla á 3. mgr. 10. gr., sem beitt var hér að framan með ímynd- uðu dæmi um ákvæði sem gerði að skilyrði fyrir ábyrgð félagsins, að sá sem hyggður væri bæri ekki neinn af nánar tilgreindum sjúkdómum, sé ekki tæk. Niðurstaða í dómi Hæstaréttar Danmerkur þann 29. júní 1998 styður og þá mðurstöðu. Fjallað verður nánar um skilmálaákvæði í sjúkratryggingum, sem varða heilsu þess sem tryggður er, í köflum 3.9.3 og 4.5. Annars konar ákvæði geta einnig valdið vandkvæðum þegar horft er til 3. uigr. 10. gr. VSL. Eins og áður var getið og nánar verður rætt í kafla 3.9.1 er al- mennt talið að félaginu sé frjálst að undanþiggja sig ábyrgð vegna tiltekinna tegunda áhættu. Á hinn bóginn getur verið óljóst hvort ákvæði í skilmálum feli • sér undanþágu frá ábyrgð vegna tiltekinnar tegundar áhættu eða hvort í því felist lýsing atvika með þeim hætti að það eigi undir 3. mgr. 10. gr. VSL. Þannig niá hugsa sér ákvæði í skilmálum sem gerir að skilyrði ábyrgðar félagsins að efni sem sprengihætta stafar af hafi ekki við töku tryggingarinnar verið til stað- ar innan tiltekinnar fjarlægðar frá vátryggðri eign. Samkvæmt orðanna hljóðan virðist slíkt ákvæði fela í sér takmörkun áhættunnar. í raun felur skilmála- ákvæðið hins vegar í sér skírskotun til huglægrar afstöðu vátryggingartaka (góðrar trúar), enda gerir ákvæðið ábyrgð félagsins háða því að tiltekin atvik, sem þar er lýst nánar, reynist rétt. Þessi atvik hefði félagið getað aflað upplýs- inga um hjá vátryggingartaka. Það er því eðlilegt að skilmálaákvæðið verði skýrt með hliðsjón af 3. mgr. 10. gr. VSL þannig að fullar bætur verði greiddar hafi vátryggingartaki verið í góðri trú, sbr. 5. gr. VSL.120 Svo haldið sé áfram með svipað dæmi má hugsa sér ákvæði þess efnis að vátryggingin nái ekki til fjóns af völdum efna sem sprengihætta stafaði af og verið hefðu til staðar við töku tryggingarinnar. Drachmann Bentzon og Christensen telja að þar sem ákvæði þetta gangi skemur en ákvæði, sem undanþiggur félagið ábyrgð vegna aHra tjóna af völdum sprenginga, sé það gilt eftir orðanna hljóðan en taka þó fram að ákvæðið sé varasamt þar sem það byggi á orsakareglu án þess að tekið sé tillit til góðrar trúar vátryggðs.121 Sterk rök mæla hins vegar með því að þetta 119 Hugsanlega má orða þetta sem svo að tillitið til hagsmuna félagsins ráði hér nokkru. Á hinn bóginn er eðlilegt að gæta varúðar áður en litið verður á hagsmuni félagsins sem sjálfstæðan þátt við skýringu skilmálaákvæða, því að ætla verður að félagið hafi jafnan (beina, fjárhagslega) hags- muni af því að skilmálaákvæði verði skýrð því í hag. Vátryggður hefur eðli máls samkvæmt einnig hagsmuni af því að skilmálar séu skýrðir honum í vil, en tillitið til hagsmuna vátryggðs verður rök- ftutt með vísan til almennra neytendasjónarmiða, aðstöðumunar hans og félagsins, almennra skýr- ingarreglna þegar um staðlaða skilmála er að ræða og fleiri þátta. Tillitið til þessara þátta hefur í framkvæmd, með réttu, vegið þyngra en tillitið til hagsmuna félagsins. 120 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 60; Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 38 °gLyngs0, (1992), bls. 81. 121 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952) bls. 60. í riti Drachmann Bentzon: Lov om forsikringsaftaler (1931) er sama skoðun sett fram. Grundt nefnir á hinn bóginn í umfjöllun sinni um það rit, að hugsanlega beri að skilja tilvitnuð orð þannig að höfundur telji að skýra beri umrætt skilmálaákvæði með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum FAL, sbr. Grundt, TFR 1933, bls. 206. 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.