Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 109
uðum talið frá brottfarardegi11.202 Þá má segja að frítímaslysatrygging feli í sér
hlutlæga takmörkun á ábyrgð félagsins þar sem hún gildir aðeins í frítíma slysa-
tryggðs.203 Skilmálaákvæðin eru vissulega háð hegðun vátryggðs og þess sem
tryggður er, en ekki með þeim hætti að ábyrgð félagsins velti í raun á því hvort
þeir hafa sýnt af sér forsvaranlega hegðun eða sök.
Hér á landi hefur verið talið að skilmálaákvæði þess efnis, að vátrygging
falli niður við eigendaskipti að vátryggðum mun, feli í sér hlutlæga takmörkun
á ábyrgð félagsins. Má flokka slíka ábyrgðartakmörkun sem takmörkun á gild-
istíma vátryggingar. Fær sú niðurstaða stoð í ákvæðum 2. mgr. 54. gr. VSL þó
að ekki hafi verið til þeirrar greinar vísað í eftirfarandi dómi:
Dómur Hæstaréttar íslands 23. október 2003 í málinu nr. 157/2003
í vátryggingarskilmálum vátryggingafélagsins F fyrir húftryggingu fiskiskips var
kveðið á um að vátryggingin félli niður ef eigendaskipti yrðu að skipinu eða það sett
undir aðra útgerðarstjóm. Eigendur einkahlutafélagsins Ú, sem átti skipið, seldu allt
hlutafé í Ú til annars aðila og létu þá jafnframt af trúnaðarstörfum fyrir Ú. Skipið fórst
nokkrum dögum síðar. f dómi Hæstaréttar segir að húftryggingin hafí verið fengin til
að verja hagsmuni Ú sem atvinnufynrtækis og að ekki hafi staðið lagaskylda til að
taka hana. F hafí verið í sjálfsvald sett hvort það yrði við ósk Ú um að húftryggja skip-
ið og við þá ákvörðun hlyti F, sem endranær, að hafa lagt mat á viðsemjanda sinn,
enda mátti F ekki standa á sama hver ætti þar hlut að máli. Þá segir í dóminum að með
framangreindum ráðstöfunum hafi skipið verið sett undir aðra útgerðarstjóm í skiln-
ingi umrædds skilmálaákvæðis. Þar sem samþykkis F hafi ekki verið aflað fyrir því
að húftryggingin yrði látin standa óröskuð af þessari breytingu og þar sem skilmála-
ákvæðið stangaðist ekki á við ófrávíkjanlega lagareglu, sbr. 3. gr. VSL, yrði að fallast
á með F að tryggingin hefði fallið úr gildi sama dag og hlutafé í Ú var selt. F var því
sýknað af kröfu Ú um greiðslu húftryggingarbóta vegna skipsins.
Hér getur vissulega vaknað spumingin um hversu mikil tengsl megi vera á
milli tímamarksins annars vegar og hegðunar vátryggðs hins vegar, áður en
talið verður að það heyri undir ófrávíkjanlegar reglur VSL. Hér er erfitt að gefa
algilda reglu, en með hliðsjón af því sem áður er komið fram má telja eðlilegt
að skýra skilmálaákvæði, sem gera tímamarkið háð sök vátryggðs af einum eða
öðrum toga (eða þeirra sem hann verður að þola samsömun með), með hliðsjón
af ófrávíkjanlegum reglum VSL. Hér verður eftir sem áður að hafa í huga, að
þrátt fyrir að ekki sé kveðið á um það berum orðum í skilmálum að gáleysi vá-
tryggðs (eða annarra) leiði til þess að félagið losni úr ábyrgð, þá geta slík
ákvæði haft að geyma „dulbúnar hegðunarreglur“. I skilmálum húftryggingar
ökutækja er jafnan kveðið á um að félagið bæti ekki tjón sem verður á ökutæk-
inu þepar ökumaður þess hafði ekki gilt ökuskírteini fyrir ökutækið og notkun
þess. Akvæði þetta er jafnan talið varúðarregla í skilningi 51. gr. VSL þannig
202 Tilvitnunin er úr skilmálum fjölskyldutryggingar hjá íslensku vátryggingafélagi.
203 Sorensen. (2002), bls. 391.
103