Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Page 184
hana að ræða, myndi þá bæta þann hluta sjótjóns framlagsins sem ekki tekst að
innheimta frá farmeigendum.
A vegum CMI, Committee Maritime Intemational, fara nú fram umræður
um það hvort takmarka eigi bætur í sameiginlegu sjótjóni skv. York-Antwerp
reglunum við kostnað við að koma skipi og farmi úr hættu. í farmsamningum
fyrir áætlunarskip og gámaskip er í auknum mæli mælt svo fyrir að ekki skuli
lýst yfir sameiginlegu sjótjóni nema tjónsfjárhæðin nái ákveðnu lágmarki. Lýt-
ur endurskoðun CMI m.a. að því að skoða hagræði undanþágureglnanna frá
sameiginlegu sjótjóni sem vátryggjendur húftrygginga bjóða, þar sem þessar
undanþágur eru mjög mismunandi að efni og fjárhæðum. Má í því sambandi
nefna að sumar bæta að fullu allt sameiginlegt sjótjón upp að ákveðinni fjárhæð
en aðrar snúast einungis um framlagshluta farms. Sumar reglnanna bæta tjón á
farmi en aðrar ekki, sumar reglnanna fela ekki í sér eigináhættu tryggingartaka
en í öðrum nær eigináhætta, skv. 12. grein ITC, einnig til þessa áhættuþáttar,
enda nær hún til allra krafna vegna eins og sama tjónsins.
BIMCO vinnur nú að því að semja reglu um þetta efni sem stefnt er að að
verði tekið upp í vátryggingarskilmála almennt.
í 11.3. grein ITC reglnanna frá 1.10. 1983 segir að sigli skip án farms og
ekki samkvæmt farmsamningi, skuli ákvæði York-Antwerp reglnanna frá 1974
gilda (þó þannig að ekki séu greiddir vextir eða þóknun) þegar skip verður fyr-
ir sameiginlegu sjótjóni. Sama ákvæði er að finna í 10.3. grein York-Antwerp
reglnanna frá 1995.
Einnig á þessu sviði eru norsku skilmálamir frá 1999 frábrugðnir ensku ITC
reglunum. Samkvæmt þeim er framlag skips til sameiginlegs sjótjóns bætt af trygg-
ingu þess og því til viðbótar bæta skilmálamir framlag farmgjalds til sameiginlegs
sjótjóns ef farmgjaldið er á áhættu skipseiganda. Sama á við um þann hluta sameig-
inlegs sjótjóns sem fellur á eldsneytisforða skipsins sé hann eign skipseiganda.
Að því er snertir greiðslur á öllu framlagi til sameiginlegs sjótjóns var regla
um þessar bætur sett í skilmálana frá 1996. Alls konar ákvæði höfðu verið í
notkun varðandi þetta efni og ákváðu þeir, sem endurskoðun skilmálanna höfðu
á hendi, að orða eitt ákveðið greiðsluákvæði varðandi framlag til sameiginlegs
sjótjóns. Þetta ákvæði gildir hins vegar einungis ef hámarksfjárhæð greiðslu
samkvæmt ákvæðinu er tilgreind í tryggingarskírteininu.
Samkvæmt norsku skilmálunum nær greiðsla vátryggjenda ekki einungis til
framlags farms heldur til allra gjalda sem bæta skal í sameiginlegu sjótjóni.
Þrátt fyrir þetta ákvæði í norsku skilmálunum er aðilum heimilt að semja um að
greiðslur frá húftryggjendum skips á framlagi til sameiginlegs sjótjóns skuli
vera varið með öðrum hætti, en það mun sjaldan vera gert.
Til umræðu kom hvort almennt væri sérstök eigináhætta vátryggða á þeim
gjöldum sem húftryggingin tekur að sér með umræddu viðbótarákvæði um
greiðslu framlags annarra í sameiginlegu sjótjóni. Var upplýst að almennt væri
ekki slíkur sérstakur frádráttur tíðkaður og raunar oft beinlínis tekið fram í
ákvæðinu sjálfu að enginn frádráttur væri á bótum samkvæmt því.
178