Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 12

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 12
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“ 12 Þegar kennarar koma til vinnu sinnar á haustin er oft skammur tími til stefnu þar til nemendur mæta og kemur þetta ekki síst illa við nýliða. Hinn skammi undirbún- ingstími veldur því að starfið hvolfist yfir þá með miklum þunga á fyrstu dögunum. Flest er nýtt og framandi. Ýmsir þættir, sem hinum reyndari finnast sjálfsagðir og hversdagslegir, valda nýja kennaranum streitu og áhyggjum. Hann stendur frammi fyrir fjölda atriða sem þarfnast úrlausnar. Spurningar nýliðans eru margar, meðal ann- ars varðandi námskrá, námsefni, kennsluaðferðir, námsmat, stjórnun og um stefnu skólans. Feiman-Nemser (2003) telur hugsanlegt að gríðarlegt álag á stuttum tíma við upp- haf starfsferils geti orðið til þess að nýliðinn lendi í erfiðleikum og fyllist streitu á fyrstu starfsdögum sínum því þá þegar er honum falin full ábyrgð, sú sama og þeim sem eldri og reyndari eru. Þetta er mjög ólíkt því sem gerist hjá mörgum öðrum fag- stéttum, svo sem læknum og lögfræðingum. Þar er nýliðum smám saman falin ábyrgð í starfi og þeir fá þannig tíma og tækifæri til að aðlagast ábyrgð þess og kröfum. Þeir sem hafa unnið í skólum vita í hve mörg horn er að líta við undirbúning kom- andi vetrar. Þar má nefna kennarafundi og skipulagsfundi af ýmsu tagi, það þarf að útbúa kennslustofur, taka til gögn til kennslunnar, mikil vinna er við stundaskrár, bekkjarskrár, kennsluáætlanir, hópaskiptingu o.fl. Mörgum nýliðum þykja þessir dag- ar erfiðir og finnst þeir ekki ráða við öll þau verkefni sem þeim er ætlað að vinna. Í rannsóknum sem tengjast nýliðum í kennarastétt hefur komið fram að þeir verði fyrir vonbrigðum við upphaf kennslu sinnar þegar þeir kynnast raunveruleikanum og uppgötva að í kennarastarfinu felst ýmislegt annað en væntingar þeirra og metn- aður stóðu til. Ósamræmið milli væntinga nýliðans og veruleikans á vettvangi getur valdið honum vonbrigðum og rang hugmyndum. Þetta getur gert hinum nýja kennara erfitt fyrir að nýta sér þá þekkingu sem hann öðlaðist í námi og honum reynist erfiðara að ráða við vinnu sína (Gordon og Maxey, 2000; Brooks, 1999; Erla Kristjánsdóttir, 1987; Malmsted, 1995). Margir þeirra sem hefja kennslu strax eftir nám hafa einungis reynslu af æfinga- kennslu á námstímanum áður en þeir taka sjálfir við sem kennarar. Sú reynsla virðist oft ekki duga til því að ýmislegt kemur nýja kennaranum á óvart. Ástæður þess eru til dæmis þær að leiðsagnarkennarinn er alltaf sá sem ber ábyrgðina á meðan á æfinga- kennslunni stendur og af þeim sökum upplifir kennaraneminn aldrei fulla ábyrgð. (Ponticell og Zepeda, 1996). Kennarastarfið felur í sér mörg hlutverk og í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru í 2. og 29 gr. skilgreindir þeir þættir sem felast í starfi íslenskra grunnskólakennara og fagleg ábyrgð þeirra byggist á. Þó að þessar lagagreinar séu leiðbeinandi fyrir kenn- arann á hann oft erfitt með að átta sig á hvaða hlutverki hann gegnir í samskiptum við annað starfsfólk, nemendur og foreldra og getur það aukið á óöryggi nýliðans (Moir, 1999). Byrjendur í kennslu kvarta oft undan einangrun í starfi þó að eðli þess sé að vinna innan um nemendur. Hér er því fremur á ferðinni einangrun frá öðrum fullorðnum í sama hlutverki, einkum samkennurum. Erla Kristjánsdóttir (1987) segir: „Staðhæfing um að kennarastarfið sé einmanalegt vísar ekki til samskipta við nemendur því að í þau samskipti sækja kennarar umbun og uppörvun í starfi sínu.“ Á mörgum vinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.