Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 52
52
NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA
stefnumótunar námsmats í grunnskólum. Í öðrum flokknum, Námsmat og nemendur,
eru sjö spurningar um endurgjöf og hlutverk nemenda í námsmati. Í þriðja flokknum,
Markmið og matsaðferðir, eru átta spurningar í nokkrum liðum um áherslur kennara
við að skipuleggja námsmatið. Jafnframt er spurt um megináherslur þeirra og náms-
matsaðferðir þeirra á skólaárinu. Spurningarnar eru byggðar að meginhluta á flokkun
Stiggins og Conklin (Stiggins, 2001) á markmiðum og þá þeim matsaðferðum sem að
áliti Stiggins (2001) eru líklegar til að höfða til kennara. Í fjórða flokknum, Vitnisburður
námsmats, eru þrjár spurningar í nokkrum liðum um form vitnisburðar og helstu þætti
sem kennarar miða við í umsögnum um námsárangurinn. Einnig er þarna spurning
um matsaðferðir og almenna matsþætti sem geta haft áhrif á einkunnagjöf svarenda.
Spurningar um matsaðferðir og almenna þætti í einkunnagjöf kennara eru byggðar
að hluta til á rannsókn McMillan (2001) og McMillan og Nash (2000). Í listanum eru
spurningar um bakgrunn svarenda síðast nema þær sem lúta að ákveðnum flokki
spurninga. Spurningarnar í könnuninni eru flestar lokaðar en tvær eru opnar.
Í undirbúningsvinnunni var gerð forkönnun til að fá ábendingar um þau atriði sem
betur máttu fara, t.d. um spurningar, orðanotkun og afmörkun efnisþátta á spurn-
ingalistanum. Í þessu skyni var spurningalistinn forprófaður af kennurum sem voru
ekki í úrtakinu. Að lokinni forprófun var farið yfir ábendingar sem fram komu og
spurningalistinn yfirfarinn og endurskoðaður með hliðsjón af þeim. Spurningalistinn
var einnig lesinn af þremur kennurum á grunn- og framhaldsskólastigi og leiðsögu-
kennara sem gáfu ráð um innihald, uppbyggingu og útlit hans.
Gagnasöfnun og úrvinnsla
Um miðjan nóvember 2003 var haft samband við stjórnendur skólanna með tölvu-
pósti til að kynna verkefnið og óskað eftir leyfi til að leggja rannsóknina fyrir alla
kennara skólans. Nokkrum dögum síðar var haft samband símleiðis við alla skólana
til að kanna hvort stjórnendur væru tilbúnir að leggja könnunina fyrir kennara skól-
ans. Flestir stjórnendur tóku vel í beiðnina en tveir þeirra neituðu alfarið að leggja
könnunina fyrir kennara. Þá náðist ekki samband við einn skóla þar sem starfsemi
hans lá niðri. Fáeinir skólastjórnendur báðu um að fá að leggja spurningalistana fyrir
kennara að loknu jólaleyfi og var orðið við ósk þeirra. Í staðinn fyrir þá skóla sem
neituðu þátttöku og skólans sem náðist ekki samband við voru valdir skólar af sömu
stærð og úr sama kjördæmi. Skólar sem komu næst þeim í röðinni voru valdir og sam-
þykktu stjórnendur tveggja að leggja spurningalistann fyrir kennara. Þriðja skólann
þurfti að velja aftur vegna þess að ekki fékkst svar frá skólastjórnanda um þátttöku
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sá skóli sem var næst honum að stærð var því valinn og
fékkst leyfi hjá stjórnanda hans til að leggja spurningalistann fyrir. Söfnun gagna lauk
því ekki fyrr en í byrjun mars 2004.
Við úrvinnslu voru gögn flokkuð eftir rannsóknarspurningu og þeim efnisþáttum
sem lágu til grundvallar: stefnu skóla, markmiðum og matsaðferðum og vitnisburði
kennara. Greining gagna er að meginhluta lýsandi og við úrvinnslu gagnanna voru
tíðnitöflur skoðaðar en við útreikninga og samanburð var notað ki-kvaðratpróf til að
skoða hvort svör þátttakenda tengdust starfsreynslu, stærð skólanna eða aldurstigi.