Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 69

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 69
69 GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR (sýna) sem nemandinn á að læra og nemandinn horfir og hlustar. Atriðið getur verið hvað sem er, þ.m.t. málhljóð. Næst endurtekur kennarinn kennsludæmið og nemand- inn framkvæmir það með honum (leiða) t.d. með því að segja það upphátt (allir í kór ef þeir eru margir) þegar kennarinn gefur merki5. Að lokum endurtekur nemandinn dæmið án kennarans (prófa). Kennarinn hlustar eftir hvort rétt sé farið með og end- urtekur hið gagnvirka kennsluferli eftir þörfum. Í hverri kennslustund fær hver og einn nemandi fjölmörg tækifæri til að tileinka sér það sem verið er að kenna, fyrst með hjálp og síðan hjálparlaust. Þegar nemandinn hefur hina nýju kunnáttu á valdi sínu opnast leið hans í næsta atriði eða þrep í námsefninu. Villur leiðréttar. Í Direct Instruction gilda tilteknar reglur um það hvernig villur skuli leiðréttar og var unnið samkvæmt þeim. Villur eru leiðréttar með því að end- urtaka með sama hætti og áður kennsluferli þess atriðis sem rangt reynist. Kennarinn fer aftur yfir öll atriðin sem verið var að kenna og gerir það á sama hátt, þ.e. með sömu skynjunar- og verkleið (learning channel) og hann notaði þegar villan var gerð. Þegar svo kemur aftur að því atriði sem ranglega var svarað í fyrri umferðinni á svarið að vera orðið rétt. Kennarinn gætir þess einnig að koma umræddu atriði að nokkrum sinnum áður en kennslustundinni lýkur. Skal svarið þá vera rétt (prófa) og hiklaust í hvert skipti. Skynjunar- og verkleiðir (Learning channels) Þær skynjunar- og verkleiðir sem notaðar eru í kennslu og námi segja til um hvaða kennsluaðferð er notuð, þ.e. hvernig námsefnið er kynnt; sýnt eða sagt, og hvernig nemandinn vinnur að lausn þess. Með þeim eru frum- og fylgibreyturnar (Haughton, 1980) nákvæmlega skilgreindar, hvað kennarinn gerir og hvað nemandinn gerir (Guð- ríður Adda Ragnarsdóttir, 2004). Þegar kennt er með beinum fyrirmælum og hnit- miðaðri færniþjálfun er unnið eftir mörgum skynjunar- og verkleiðum (multi-sensory). Þær leiðir eru æfðar sérstaklega vel sem hæfa viðfangsefninu sem verið er að undir- búa nemandann fyrir hverju sinni, ásamt þeim leiðum sem hann þarf sérstaklega að bæta sig í. Skynjunar- og verkleiðirnar mynda eins konar goggunarröð sem seinna í greininni verða kölluð borð. Þær leiðir sem eru auðveldastar fyrir nemandann eru farnar fyrst. Þá sýnir kennarinn nemandanum hvað hann á að gera eða segir honum það, og nemandinn svarar munnlega, skriflega eða með einhvers konar hreyfingu. Dæmi eru: Sjá og segja, heyra og skrifa. Síðan er haldið áfram, unnið eftir fleiri leiðum þar sem sjálfstæði nemandans í verkinu eykst jafnt og þétt. Endað er á skynjunar- og verkleiðum þar sem dæmi kennarans eru ekki kynnt fyrst, en nemandinn vinnur sjálf- stætt í gegnum skynjunar- og verkleið eins og hugsa og segja eða hugsa og skrifa. 5 Rásmerki í beinum fyrirmælum er gefið þegar nemandinn á að svara og kemur það á undan svarinu. Í aðdraganda þess segir kennarinn „tilbúin(n)“, og síðan gefur hann merkið, t.d. með því að smella fingrum. Merkið er auðkenni eða greinireiti (discriminative stimulus = Sd) um nákvæma tímasetn- ingu á því sem nemandinn á að svara eða gera. Merkið má gefa með hverju sem er sem sést og/eða heyrist.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.