Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Blaðsíða 69
69
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
(sýna) sem nemandinn á að læra og nemandinn horfir og hlustar. Atriðið getur verið
hvað sem er, þ.m.t. málhljóð. Næst endurtekur kennarinn kennsludæmið og nemand-
inn framkvæmir það með honum (leiða) t.d. með því að segja það upphátt (allir í kór
ef þeir eru margir) þegar kennarinn gefur merki5. Að lokum endurtekur nemandinn
dæmið án kennarans (prófa). Kennarinn hlustar eftir hvort rétt sé farið með og end-
urtekur hið gagnvirka kennsluferli eftir þörfum. Í hverri kennslustund fær hver og
einn nemandi fjölmörg tækifæri til að tileinka sér það sem verið er að kenna, fyrst með
hjálp og síðan hjálparlaust. Þegar nemandinn hefur hina nýju kunnáttu á valdi sínu
opnast leið hans í næsta atriði eða þrep í námsefninu.
Villur leiðréttar. Í Direct Instruction gilda tilteknar reglur um það hvernig villur
skuli leiðréttar og var unnið samkvæmt þeim. Villur eru leiðréttar með því að end-
urtaka með sama hætti og áður kennsluferli þess atriðis sem rangt reynist. Kennarinn
fer aftur yfir öll atriðin sem verið var að kenna og gerir það á sama hátt, þ.e. með sömu
skynjunar- og verkleið (learning channel) og hann notaði þegar villan var gerð. Þegar
svo kemur aftur að því atriði sem ranglega var svarað í fyrri umferðinni á svarið að
vera orðið rétt. Kennarinn gætir þess einnig að koma umræddu atriði að nokkrum
sinnum áður en kennslustundinni lýkur. Skal svarið þá vera rétt (prófa) og hiklaust í
hvert skipti.
Skynjunar- og verkleiðir (Learning channels)
Þær skynjunar- og verkleiðir sem notaðar eru í kennslu og námi segja til um hvaða
kennsluaðferð er notuð, þ.e. hvernig námsefnið er kynnt; sýnt eða sagt, og hvernig
nemandinn vinnur að lausn þess. Með þeim eru frum- og fylgibreyturnar (Haughton,
1980) nákvæmlega skilgreindar, hvað kennarinn gerir og hvað nemandinn gerir (Guð-
ríður Adda Ragnarsdóttir, 2004). Þegar kennt er með beinum fyrirmælum og hnit-
miðaðri færniþjálfun er unnið eftir mörgum skynjunar- og verkleiðum (multi-sensory).
Þær leiðir eru æfðar sérstaklega vel sem hæfa viðfangsefninu sem verið er að undir-
búa nemandann fyrir hverju sinni, ásamt þeim leiðum sem hann þarf sérstaklega að
bæta sig í. Skynjunar- og verkleiðirnar mynda eins konar goggunarröð sem seinna
í greininni verða kölluð borð. Þær leiðir sem eru auðveldastar fyrir nemandann eru
farnar fyrst. Þá sýnir kennarinn nemandanum hvað hann á að gera eða segir honum
það, og nemandinn svarar munnlega, skriflega eða með einhvers konar hreyfingu.
Dæmi eru: Sjá og segja, heyra og skrifa. Síðan er haldið áfram, unnið eftir fleiri leiðum
þar sem sjálfstæði nemandans í verkinu eykst jafnt og þétt. Endað er á skynjunar- og
verkleiðum þar sem dæmi kennarans eru ekki kynnt fyrst, en nemandinn vinnur sjálf-
stætt í gegnum skynjunar- og verkleið eins og hugsa og segja eða hugsa og skrifa.
5 Rásmerki í beinum fyrirmælum er gefið þegar nemandinn á að svara og kemur það á undan svarinu.
Í aðdraganda þess segir kennarinn „tilbúin(n)“, og síðan gefur hann merkið, t.d. með því að smella
fingrum. Merkið er auðkenni eða greinireiti (discriminative stimulus = Sd) um nákvæma tímasetn-
ingu á því sem nemandinn á að svara eða gera. Merkið má gefa með hverju sem er sem sést og/eða
heyrist.