Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 71

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 71
71 GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR á grundvelli þeirra ákvarðanir um næstu skref í kennslunni og spá fyrir um árangur af henni. Ef skráningarnar á hröðunarkortinu sýna ekki strax að nemandanum fari fram lagar kennarinn námsefnið betur að viðkomandi nemanda með því að færa framvindu kennslunnar niður um borð í auðveldari skynjunar- og verkleiðir, eins og sjá og segja í stað hugsa og skrifa. Ef hvorki dugir að endurtaka frumkennslu þeirra námsatriða sem nemandinn á í erfiðleikum með með beinum fyrirmælum né að bakka í kennsluferlinu í auðveldari skynjunar- og verkleiðir þarf nemandinn væntanlega að fá einfaldari viðfangsefni, t.d. að blanda tveimur málhljóðum í stað þess að reyna að lesa fleirkvæð orð. Villur leiðréttar. Í hnitmiðaðri færniþjálfun er nemandinn ekki stöðvaður ef hann gerir villur á meðan á æfingunni stendur, hvort sem æfingin er munnleg eða skrifleg. Hins vegar er farið yfir verkefnið strax að tímamældum æfingaspretti loknum, merkt við rétt og röng atriði og þau talin og skráð. Færniæfingin er endurtekin eins oft og nauð- syn krefur. Þegar einnig er frumkennt með beinum fyrirmælum eru atriðin sem röng reyndust í færniæfingunni kennd milli æfingasprettanna. Kennsla með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfum Kennsla með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun byggist á þeirri for- sendu að tæknileg verkfærni sé nauðsynleg undirstaða þess að geta valdið flóknum verkefnum (Johnson og Layng, 1992, 1996). Því samræmist sú kennslu- og þjálfunar- tækni vel samtengjandi hljóðaaðferð í lestrarkennslu, þar sem einnig er byrjað á að kenna smæstu eindir viðfangsefnisins eins og málhljóð og bókstafi, og þjálfa verkfærni nemendanna á því stigi áður en samsett námsatriði eins og atkvæði og orð eru lögð fyrir þá. Það þýðir einnig að þegar að því kemur að glíma við margþætt og flókin við- fangsefni hika nemendurnir ekki né þurfa að hugsa sig um, þar sem þeir hafa þegar á takteinum allar þær stöku eindir og klasa sem námsatriðið er myndað úr. Það að geta umskráð málhljóð í bókstafi og bókstafi í málhljóð er nauðsynlegur undanfari þess að nemandinn geti kveðið að bókstafarununum sem birtast í breytilegri röð á seinni stigum lestrarkennslunnar sem fjölkvæð og samsett orð (Binder, 1979). Ekki er nægilegt að nemandinn geti framkvæmt verkið rétt og nákvæmlega, heldur verður einnig að þjálfa færni hans þar til ákveðnum færnimiðum (fluency criteria) er náð (Fabrizio og Moors, 2003). Hætti þjálfunin áður en nemandinn hefur leiknina á hrað- bergi er hætta á að honum fari aftur þegar þjálfuninni lýkur (Binder, 1996; Haughton, 1980). Það þykir og sýnt að þegar færni nemanda við að umskrá lykilatriðin sjá bók- staf/segja stök málhljóð hefur náð fyrirfram tilgreindu færnimiði, sem reynslan kennir að sé 70–90 sinnum á mínútu, geti nemandinn tileinkað sér heildirnar – þ.e. lesið sam- felldan texta, hratt og örugglega (McDowell og Keenan 2001, 2002). Þegar slíku færni- miði er náð í einstöku verkþáttum virðast heildirnar lærast eins og „af sjálfu sér“ (sjá Johnson og Layng, 1994 um curriculum leaps. Sjá þó Oddsson, 2000, og White, 1985 um að æfingin sjálf, þ.e. endurtekningin sé lykilbreytan, en ekki há athafnatíðni). Á heild- ina litið sýnir reynslan að nemendum sem læra að lesa með DI–PT fer mikið fram. Þeir bæta sig einnig hratt, muna áfram það sem þeir lærðu og geta beitt leikni sinni við ný og framandi verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.