Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 71
71
GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR
á grundvelli þeirra ákvarðanir um næstu skref í kennslunni og spá fyrir um árangur
af henni. Ef skráningarnar á hröðunarkortinu sýna ekki strax að nemandanum fari
fram lagar kennarinn námsefnið betur að viðkomandi nemanda með því að færa
framvindu kennslunnar niður um borð í auðveldari skynjunar- og verkleiðir, eins og
sjá og segja í stað hugsa og skrifa. Ef hvorki dugir að endurtaka frumkennslu þeirra
námsatriða sem nemandinn á í erfiðleikum með með beinum fyrirmælum né að bakka
í kennsluferlinu í auðveldari skynjunar- og verkleiðir þarf nemandinn væntanlega að
fá einfaldari viðfangsefni, t.d. að blanda tveimur málhljóðum í stað þess að reyna að
lesa fleirkvæð orð.
Villur leiðréttar. Í hnitmiðaðri færniþjálfun er nemandinn ekki stöðvaður ef hann gerir
villur á meðan á æfingunni stendur, hvort sem æfingin er munnleg eða skrifleg. Hins
vegar er farið yfir verkefnið strax að tímamældum æfingaspretti loknum, merkt við
rétt og röng atriði og þau talin og skráð. Færniæfingin er endurtekin eins oft og nauð-
syn krefur. Þegar einnig er frumkennt með beinum fyrirmælum eru atriðin sem röng
reyndust í færniæfingunni kennd milli æfingasprettanna.
Kennsla með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfum
Kennsla með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun byggist á þeirri for-
sendu að tæknileg verkfærni sé nauðsynleg undirstaða þess að geta valdið flóknum
verkefnum (Johnson og Layng, 1992, 1996). Því samræmist sú kennslu- og þjálfunar-
tækni vel samtengjandi hljóðaaðferð í lestrarkennslu, þar sem einnig er byrjað á að
kenna smæstu eindir viðfangsefnisins eins og málhljóð og bókstafi, og þjálfa verkfærni
nemendanna á því stigi áður en samsett námsatriði eins og atkvæði og orð eru lögð
fyrir þá. Það þýðir einnig að þegar að því kemur að glíma við margþætt og flókin við-
fangsefni hika nemendurnir ekki né þurfa að hugsa sig um, þar sem þeir hafa þegar
á takteinum allar þær stöku eindir og klasa sem námsatriðið er myndað úr. Það að
geta umskráð málhljóð í bókstafi og bókstafi í málhljóð er nauðsynlegur undanfari
þess að nemandinn geti kveðið að bókstafarununum sem birtast í breytilegri röð á
seinni stigum lestrarkennslunnar sem fjölkvæð og samsett orð (Binder, 1979). Ekki er
nægilegt að nemandinn geti framkvæmt verkið rétt og nákvæmlega, heldur verður
einnig að þjálfa færni hans þar til ákveðnum færnimiðum (fluency criteria) er náð
(Fabrizio og Moors, 2003). Hætti þjálfunin áður en nemandinn hefur leiknina á hrað-
bergi er hætta á að honum fari aftur þegar þjálfuninni lýkur (Binder, 1996; Haughton,
1980). Það þykir og sýnt að þegar færni nemanda við að umskrá lykilatriðin sjá bók-
staf/segja stök málhljóð hefur náð fyrirfram tilgreindu færnimiði, sem reynslan kennir
að sé 70–90 sinnum á mínútu, geti nemandinn tileinkað sér heildirnar – þ.e. lesið sam-
felldan texta, hratt og örugglega (McDowell og Keenan 2001, 2002). Þegar slíku færni-
miði er náð í einstöku verkþáttum virðast heildirnar lærast eins og „af sjálfu sér“ (sjá
Johnson og Layng, 1994 um curriculum leaps. Sjá þó Oddsson, 2000, og White, 1985 um
að æfingin sjálf, þ.e. endurtekningin sé lykilbreytan, en ekki há athafnatíðni). Á heild-
ina litið sýnir reynslan að nemendum sem læra að lesa með DI–PT fer mikið fram. Þeir
bæta sig einnig hratt, muna áfram það sem þeir lærðu og geta beitt leikni sinni við ný
og framandi verkefni.