Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 191

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 191
191 Kennaramenntun og viðmið um hana. Í átján ríkjum Evrópusambandsins er nú gerð krafa til framhaldsskólakennara um að minnsta kosti fimm ára háskólamenntun með fullgildum lokaprófum og í tólf þeirra svipuð krafa til kennara á unglingastigi. Á Norðurlöndunum tekur kennaranám þrjú til fimm eða sex ár en yfirleitt er krafist minnst fjögurra ára náms til grunnskóla- kennslu og fjögurra og hálfs árs til fimm og hálfs árs náms til að kenna á unglingastigi og í framhaldsskólum. Meðallengd kennaramenntunar í OECD löndunum er rúm- lega fjögur ár fyrir grunnskólakennara og um fimm ár fyrir framhaldsskólakennara. Svokallað kandídatsár bætist sums staðar við lokaprófið áður en fullum kennslurétt- indum er náð og í sumum löndum þurfa kennaraefni að þreyta sérstök kennarapróf. Kennaramenntun á Íslandi er með því stysta sem þekkist í Evrópu, eða þriggja ára háskólapróf, B.Ed gráða fyrir leik- og grunnskólakennara og þriggja ára háskólagráða, BA/BS próf eða sambærileg próf, ásamt eins árs kennslu- og uppeldisfræðimenntun, eða fjögurra ára lágmarksmenntun fyrir framhaldsskólakennara í bóklegum greinum, en iðnmeistararéttindi ásamt kennslu- og uppeldisfræðimenntun á háskólastigi fyrir starfsmenntakennara. En líta verður til fleiri atriða en lengdar kennaramenntunar. Viðmið um gæði kenn- aramenntunar eða staðla má líta á sem viðleitni til að auka og tryggja gæði, samsvörun og gagnsæi í menntakerfinu. Viðmiðum um skipan og starfshætti menntastofnana annars vegar og viðmiðum um tilskilda eða æskilega eiginleika og hæfileika kennara- efna hins vegar þarf að halda aðskildum. Sérstök viðmið um gæði kennaramenntunar hafa ekki verið gefin út af menntamálaráðuneytinu á Íslandi en einstakir háskólar hafa unnið að slíkum viðfangsefnum. Starfshópur um framtíðarskipan kennaramenntunar lagði til í skýrslu sinni til menntamálaráðherra í mars 2006 til að sett yrðu stöðluð við- mið um kennaramenntun sem kennaramenntunarstofnanir gætu tekið mið af í starfi. Viðmiðin mynduðu uppistöðu í gæðastýringu kennaramenntunar en hún væri aftur hluti af gæðakerfi háskóla. Þessi tillaga hópsins er nátengd annarri tillögu um að skoðað verði vandlega að koma á fót með lögum svokölluðu kennsluráði (teaching council) með svipuðu sniði og til dæmis Skotar og Írar hafa gert. Starf kennsluráða tekur meðal annars til gæðaviðmiða fyrir alla kennaramenntun, skipulags varðandi reynslutíma nýrra kennara, leiðsagnar nýliða, eftirlits með kennaramenntun og sí- menntun og endurskoðunar á námsframboði í kennaramenntun. Fyrrgreindur starfshópur lagði til að menntun leik-, grunn- og framhaldsskóla- kennara yrði lengd og hún löguð að Bologna-ferlinu um skipan háskólanáms í Evrópu sem Ísland tekur þátt í. Kennaranám verði skipulagt sem þriggja ára grunnnám og tveggja ára framhaldsnám til meistaraprófs. Menntun starfsmenntakennara taki hlið- stæðum breytingum og ofan á menntun þeirra í kennslugrein bætist tveggja ára kenn- aramenntun. Starfshópurinn taldi að auk lengingar námsins þyrfti að styðja betur við kennarastarfið og styrkja umgjörðina og að því lúta tillögur um kerfi gæðaviðmiða og kennsluráð. Í beinu samhengi við tillögur um lengingu náms og um gæðaviðmið standa svo tillögur hópsins um að menntun skólastjórnenda verði skilgreind þó starfs- hæfi þeirra byggist áfram á tilskilinni menntun og réttindum á viðkomandi skólastigi, um starfsþjálfun kennaraefna, um símenntun og tækifæri til framhaldsmenntunar. ELNA KATRÍN JÓNSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.