Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 194

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 194
194 ég mjög af þessari nýju sýn á nemendur og nám og gerði hana að megininntaki í nám- skeiðinu Kennslufræði raungreina. Hún: Og hvernig tóku nemendur þínir þessu? Ég: Vel! Þeir virtust álíka heillaðir af hugsmíðahyggju og ég. Sumir urðu meira að segja hugfangnir af henni og strengdu þess heit að þeir myndu kenna eftir þeim nótum sem hún setur – það yrði að ganga út frá nemendum, gefa þeim færi á að orða hugmyndir sínar, prófa þær í verki og ræða þær við aðra. Hún: Gekk það eftir, ég meina: urðu þeir svona hugsmíðakennarar? Ég: Að því er ég best veit: Nei! Málið er, sjáðu, að þegar ég fór að fylgjast með þeim í kennslu var engu líkara en að þeir hefðu alveg snúið við blaðinu miðað við það sem við vorum að tala um í námskeiðinu. Þar lögðum við áherslu á að vinna út frá nem- endum, gefa þeim tækifæri til að viðra hugmyndir sínar og ræða þær. Það sem ég sá hins vegar, þegar ég kom í heimsókn til þeirra í æfingakennslu, var býsna hefðbundin kennsla. Þarna stóðu þeir og töluðu og töluðu og virtust hafa gleymt flestu af því sem við höfðum verið að ræða og fyrirheitum okkar um nýja og betri tíð í raungreina- kennslu. Hún: Kom þetta þér á óvart? Ég: Bæði já og nei. Til að byrja með, þegar ég var að meðtaka þessa nýju hugsun, bjóst ég við að sjá kraftaverk, að nemarnir mínir, heillaðir af hugsmíðahyggju, væru að spila eftir nótum hugsmíðahyggjunnar í skólastofunni. Síðar áttaði ég mig á því að það er gjarnan langt milli orðs og æðis, milli þess sem við tölum um og þess sem við praktíserum. Það þarf oft mikið til að hugmynd verði að veruleika. Engu að síður varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum. Mér fannst hugsmíðahyggjan svo sannfærandi. Hún opnaði mér algerlega nýja sýn á nám og kennslu: að málið væri ekki að fylla nem- endur af staðreyndum og kenningum heldur að hjálpa þeim að þróa hugmyndir sínar og hugsunarmáta; vinna út frá þeim. Mér fannst einhvern veginn að allir myndu taka þessari nýju sýn opnum örmum og þess yrði ekki langt að bíða að raungreinakennsla í skólum á Íslandi tæki stakkaskiptum. Svo varð ekki. Hún: En hvað með þig? Nú varst þú sjálfur að kenna efnafræði í framhaldsskóla á þessum tíma. Breyttir þú þínum starfsháttum? Fórst þú sjálfur að spila eftir þessum nótum hugsmíðahyggjunnar eins og þú orðar það? Ég: Já og nei. Ákafamaður sem ég var í þá daga hófst ég strax handa við að prófa nýju hugmyndafræðina í starfi. Í staðinn fyrir að tala sífellt yfir nemendum og líta á þá sem viðtakendur fór ég nú að tala við þá og forvitnast um hvað þeir væru að hugsa. Mér er til að mynda minnisstætt að þegar ég fór að kenna hópi nemenda um andrúmsloft byrjaði ég ekki á því að útlista fyrir þeim hvað loft væri (eins og ég var vanur) heldur spurði ég þá hvað loft væri í þeirra huga. Þetta fannst þeim, held ég, und- arlegt athæfi af minni hálfu. Ég var ekki búinn að kenna þeim þetta! Þeir höfðu vanist því að vera spurðir eftir á - að fyrst væri þeim kennt efnið og síðan kæmi kennarinn með spurningar, svona til athuga hvort þeir hefðu „náð þessu“. Tilgangurinn af minni hálfu var sá að fá þá til að skoða sinn eigin rann, átta sig á því hvaða hugmyndir þeir hefðu sjálfir gert sér um loft – kortleggja upphafsstöðu þeirra ef svo má að orði komast. Venjulega erum við svo upptekin af því að kenna, koma þekkingunni til skila, að við V IÐHORF
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.