Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 12
io ,jVlerleau-Ponty varfrumlegri en nokkuð sem póststrúktúralistarnir gerðu
hugtök án pess að gerapau mistök að hefja hið sértæka á æðraplan, heldur leitist
hún við að fara handan pess með raunverulegri sögulegri greiningu. Nú grípa
heimspekingar, sem viðurkenna mikilvægi sögu- og félagslegra pátta við grein-
ingu á samfélaginu og eru mótfallnir verufræðilegri eða forskilvitlegri greiningu,
stundum tilpess að afmarka heimspekiiðkun sína frá félagsvísindunum með pví
að gera tilkall til einhvers konar heimspekilegrar mannfræði sem sé á einhvern
háttforsenda eða grundvöllurfélagsvisindanna. Varhinni díalektísku mannfræði
að hluta til ætlað slíkt hlutverk?
Eg held að ég verði að byrja með stuttum formála að svarinu við þessari
spurningu. Það var innrásin í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 sem leiddi til þess
að ég hafnaði í Frankfurt. Sumarið 1968 stóð til að ég færi aftur til Prag og
yrði þar nokkurn tíma, en Bresneff sálugi varð nokkrum dögum fljótari til. Ég
varð að endurskoða allar áætlanir. Svo vildi til að ég hafði ekki löngu áður les-
ið nýútkomna ritgerð eftir Habermas, „Technik und Wissenschaft als Ideo-
logie“, og fannst hún hefja máls á athyglisverðri endurtúlkun sögulegrar efn-
ishyggju. Það var þessi „rökfærsluleið“ - og áframhald hennar allt til
Kenningar um samskiptabreytni (Theorie des kommunikativen Handelns, 1981)
- sem mér fannst frumlegust og verðmætust af skrifum Frankfurtarmanna
um og eftir 1970, og varð til þess að ég ákvað að skrifa doktorsritgerð hjá Ha-
bermas. A hinn bóginn var ég of markaður af dvölinni í Tékkóslóvakíu - og
því sem gerst hafði þar eftir að ég fór frá Prag - til þess að ég gæti nokkurn
tíma orðið rétttrúnaðaráhangandi Frankfurtarskólans eða þess sem þar á bæ
var kallað „gagnrýnin kenning" (kritische Theorie). Hér bar tvennt til. I fyrsta
lagi hafði ég - á árunum 1963 til 1966 - komist í nána snertingu við fyrir-
bærafræðilegan marxisma, sem þá var mjög áberandi í tékkneskri heimspeki
og snar þáttur í hugmyndalegri forsögu „vorsins í Prag“. Þar bar hæst bókina
Díalektík hins ápreifanlega eftir Karel Kosik, sem gefin var út 1963 (og hefur
verið þýdd á frönsku, þýsku og ensku: Dialectics of the Goncrete). Þeir sem
hugsuðu á þessum nótum reyndu ekki síst að sýna fram á að heimspekileg
mannfræði væri nauðsynleg forsenda allra félagsrannsókna. Ég lét sannfærast
um það og hef ekki hvikað frá þeirri skoðun, þótt ég sé nú orðinn afhuga
þeirri „díalektísku mannfræði" sem fyrir mér vakti í kringum 1970 (hún var
reyndar ekki fengin beint frá Marcuse - ég tók einnig mið af öðrum höfund-
um og hefðum). Hún var eins konar fyrirbærafræðileg útgáfa af þeirri arist-
ótehsku mannshugmynd sem fyrir var að finna hjá Marx. Nú orðið stend ég
nær þeim hugmyndum um þessi efni sem Cornelius Castoriadis, franskur
heimspekingur af grísku bergi brotinn, hefur sett fram í ritgerð um „Heim-
speki, mannfræði og stjórnmáT, birtri 1997 í Thesis Eleven, nr. 49, ég held að
til sé íslensk þýðing eftir Ottó Másson sem bíður birtingar.
I öðru lagi var augljóst að Frankfurtarskólinn hafði lítið til málanna að
leggja hvað snerti þróunina í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, og ég varð
strax var við sterka tilhneigingu til að gera lítið úr vandamálum þess heims-
hluta. Þetta tvennt varð svo til þess að doktorsritgerðin sem ég skrifaði í
Frankfurt fékkst meira við Marcuse en aðra fulltrúa Frankfurtarskólans.